Viljayfirlýsingar komnar um þrjár þjónustuhafnir fyrir olíuborpalla Kristján Már Unnarsson skrifar 12. apríl 2012 18:30 Olíudreifing hefur í samstarfi við stærsta þjónustufyrirtæki heims við olíuborpalla gert viljayfirlýsingar síðustu tvo daga um að hafnirnar á Reyðarfirði, Húsavík og Akureyri verði þjónustumiðstöðvar við olíuleit á Jan Mayen-hryggnum og við Austur-Grænland. Spáð er að fyrsti borpallurinn komi á Drekasvæðið eftir eitt ár til þrjú ár. Tveir yfirmenn breska félagsins Asco, Norðmaðurinn Runar Hatletvedt og Skotinn Neil Patterson, hafa ásamt fulltrúum Olíudreifingar skoðað hafnir á Norður- og Austurlandi undanfarna daga en einnig metið aðra þjónustu í viðkomandi bæjum og hafa síðustu tvo daga verið gerðar viljayfirlýsingar við viðkomandi sveitarfélög um þrjár hafnir sem þjónustumiðstöðvar fyrir olíuleit; Akureyri, Húsavík og Reyðarfjörð. Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Olíudreifingar, segir að fyrsta niðurstaða fulltrúa Asco, miðað við fyrstu kynni, sé að allir þessir staðir geti komið mjög vel til greina. Athygli vekur að hvorki Vopnafjörður né Þórshöfn eru með en þeir staðir hafa þó ekki verið útilokaðir. Asco er einnig að huga að þjónustuhöfn vegna leitar við Austur- Grænland en þar kemur Norðurland sterkt inn. Runar Hatletvedt frá Asco, sem þjónustaði olíuleit við Vestur-Grænland, segir að Grænland hafi möguleika á að nýta þjónustumiðstöðvar á Íslandi, sé horft til siglingatíma og þeirra innviða sem þegar séu til staðar á Íslandi. Þjónustumiðstöðin í Sandnessjöen í Noregi er meðal þeirra sem Asco hefur byggt upp en það er stærsta fyrirtækið á þessu sviði í heiminum og rekur sextán slíkar stöðvar í fimm heimsálfum. Hörður Gunnarssson hvetur til þess að farið verði rólega af stað og menn hvorki offjárfesti né hlaupi fram úr sjálfum sér í væntingum eða fjárfestingum í byrjun en þarna séu þó greinilega mjög miklir möguleikar. Asco-menn telja að stutt geti verið í fyrsta borpallinn á Drekann. Runar Hatletvedt segir að frá því leitarleyfum sé úthlutað sé það þeirra reynsla að reikna megi með fyrstu starfsemi á svæðinu eftir eitt, tvö eða þrjú ár, með olíuborpalli. Það sé raunhæft. -Svo þetta gæti gerst býsna fljótt? "Já. Við erum að tala um tvö eða þrjú ár. Það er alveg mögulegt," svarar Runar Hatletvedt, sem er framkvæmdastjóri Asco í Norður-Evrópu. Hörður Gunnarsson segir að menn verði einnig að vera tilbúnir að viðurkenna að þetta geti tekið kannski allt að tíu ár að verða að veruleika. Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Sjá meira
Olíudreifing hefur í samstarfi við stærsta þjónustufyrirtæki heims við olíuborpalla gert viljayfirlýsingar síðustu tvo daga um að hafnirnar á Reyðarfirði, Húsavík og Akureyri verði þjónustumiðstöðvar við olíuleit á Jan Mayen-hryggnum og við Austur-Grænland. Spáð er að fyrsti borpallurinn komi á Drekasvæðið eftir eitt ár til þrjú ár. Tveir yfirmenn breska félagsins Asco, Norðmaðurinn Runar Hatletvedt og Skotinn Neil Patterson, hafa ásamt fulltrúum Olíudreifingar skoðað hafnir á Norður- og Austurlandi undanfarna daga en einnig metið aðra þjónustu í viðkomandi bæjum og hafa síðustu tvo daga verið gerðar viljayfirlýsingar við viðkomandi sveitarfélög um þrjár hafnir sem þjónustumiðstöðvar fyrir olíuleit; Akureyri, Húsavík og Reyðarfjörð. Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Olíudreifingar, segir að fyrsta niðurstaða fulltrúa Asco, miðað við fyrstu kynni, sé að allir þessir staðir geti komið mjög vel til greina. Athygli vekur að hvorki Vopnafjörður né Þórshöfn eru með en þeir staðir hafa þó ekki verið útilokaðir. Asco er einnig að huga að þjónustuhöfn vegna leitar við Austur- Grænland en þar kemur Norðurland sterkt inn. Runar Hatletvedt frá Asco, sem þjónustaði olíuleit við Vestur-Grænland, segir að Grænland hafi möguleika á að nýta þjónustumiðstöðvar á Íslandi, sé horft til siglingatíma og þeirra innviða sem þegar séu til staðar á Íslandi. Þjónustumiðstöðin í Sandnessjöen í Noregi er meðal þeirra sem Asco hefur byggt upp en það er stærsta fyrirtækið á þessu sviði í heiminum og rekur sextán slíkar stöðvar í fimm heimsálfum. Hörður Gunnarssson hvetur til þess að farið verði rólega af stað og menn hvorki offjárfesti né hlaupi fram úr sjálfum sér í væntingum eða fjárfestingum í byrjun en þarna séu þó greinilega mjög miklir möguleikar. Asco-menn telja að stutt geti verið í fyrsta borpallinn á Drekann. Runar Hatletvedt segir að frá því leitarleyfum sé úthlutað sé það þeirra reynsla að reikna megi með fyrstu starfsemi á svæðinu eftir eitt, tvö eða þrjú ár, með olíuborpalli. Það sé raunhæft. -Svo þetta gæti gerst býsna fljótt? "Já. Við erum að tala um tvö eða þrjú ár. Það er alveg mögulegt," svarar Runar Hatletvedt, sem er framkvæmdastjóri Asco í Norður-Evrópu. Hörður Gunnarsson segir að menn verði einnig að vera tilbúnir að viðurkenna að þetta geti tekið kannski allt að tíu ár að verða að veruleika.
Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Sjá meira