Erlent

Ríkisstjórn náð markmiði sínu

Lucas Papademos
Lucas Papademos
Lucas Papademos, forsætisráðherra Grikklands, boðaði í gær til þingkosninga í landinu þann 6. maí næstkomandi.

„Meginmarkmið ríkisstjórnarinnar hafa náðst,“ sagði Papademos á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Hann hefur stýrt bráðabirgðastjórn sem tók við völdum í nóvember eftir fjármálahrunið í Grikklandi.

Ríkisstjórninni hefur nú tekist að skera niður útgjöld og ná samkomulagi um skuldir ríkisins til að bjarga Grikklandi frá þjóðargjaldþroti. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×