Innlent

Íslenska lambakjötið ekki ódýrara en annað innflutt kjöt

Íslenskt lambakjöt er selt á sama verði og annað innflutt lambakjöt í Noregi. Þetta segir yfirmaður einnar af stærstu verslunakeðjum landsins.

Það urðu allnokkrar umræður um lambakjöt í Noregi á síðustu vikum. Íslendingur í Noregi hélt því fram að það væri betra í Noregi en hér á Íslandi.

Lambalærið sem Íslendingurinn keypti var ókryddað og frosið. Það kostaði 58 norskar krónur kílóið sem gerir um 1284 íslenskar krónur. Lambalærin sem fundum í Víði í dag voru aðeins ódýarari en þetta.

En hvernig stendur þá að því svona litlu munar á kjötinu í búðum hér heima og því sem flutt hefur verið yfir hafið til Noreges með ærnum tilkostnaði?

Svarið liggur meðal annars í því að kaupmenn í Noregi anna ekki eftirspurn eftir lambalærum fyrir páska og þurfa að kaupa inn lambarlæri frá Íslandi og Wales svo ekki verður skortur.

Það er rétt, við notum mest innlent kjöt í Noregi en það dugar ekki til. Þess vegna flytjum við inn kjöt bæði frá Íslandi og öðrum löndum. Verðið á norska og íslenska kjötinu er það sama í búðunum, svo það er enginn munur þar á," segir Ole Førre Skogstø, vörustjóri Rema 100.

Helmingur af árlegri sölu á lambalærum í Noregi er vikuna fyrir páska og því þurfa kaupmenn að bregða á það ráð að kaupa inn kjöt annars staðar frá. Það er selt á sama verð og það norska. Og ekki nóg með það, þá fer það á sérstök tilboð til að lokka að neytendur.

„Það er rétt. Um páskana eru alltaf tilboð í gangi. Frosin lambalæri eru notuð til að laða viðskiptavinina að fyrir páskahelgina."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×