Innlent

Ráðherra hafði afskipti af Arion banka vegna svínabús

Jón Bjarnason, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hafði ítrekað samband við Arion banka þegar unnið var að sölu á tveimur svínabúum á Kjalarnesi og reyndi með beinum hætti að koma í veg fyrir að bankinn seldi búin tvö til fyrirtækisins Stjörnugríss.

Þessar upplýsingar koma fram í nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem tekist var á um þá ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að fella úr gildi samruna Stjörnugríss og tveggja svínabúa sem Arion banki hafði tekið yfir, en það er Viðskiptablaðið í dag sem greinir frá þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×