Erlent

Fimm létust í skjálftanum í Indónesíu

Mynd AP
Fimm létust eftir jarðskjálftana öflugu í Indónesíu í gær. Ekki er vitað til þess að fleiri hafið látið lífið vegna skjálftanna.

Skjálftarnir tveir, sá fyrri átta komma sex á richter og sá seinni átta komma tveir á richter riðu yfir Indónesíu í gær og var flóðbylgjuviðvörun gefin út í öllum löndunum við Indlandshaf. Hún var síðar afturkölluð þar sem bylgjan var mun minni en fyrst var talið og ekki mannskæð.

Á fréttavef CNN kemur fram að samkvæmt indónesískum yfirvöldum er vitað til þess að fimm manns hafi látið lífið í kjölfar skjálftanna, þrír af völdum hjartaáfalls og tveir úr losti vegna atburðarins. Enn er ekki orðið ljóst hversu miklar eyðileggingar urðu í skjálftunum.

Alheimsfegurðardrottningin Linda Pétursdóttir var á ferðalagi í Tælandi, með sex ára dóttur sinni, þegar skjálftarnir riðu yfir. Hún skrifar á bloggi sínu í morgun að mikil hræðsla og geðshræring hafi verið og að þetta hafi verið erfiðir 5-6 klukkutímar í bið, í rafmagnsleysi við hljóma ofan af himnum sem voru þær háværustu þrumur og eldingar sem hún hefur nokkru sinni heyrt.

Hún segir að blessunarlega hafi farið betur en á horfðist og að hún sé óendanlega þakklát þeim sem öllu ræður. Hún vonast til að þær mæðgur geti lagt af stað í ferðalag í dag sem skili þeim á áfangastað, heim til Íslands




Fleiri fréttir

Sjá meira


×