Innlent

Husky-hundurinn hefur verið aflífaður

Husky-hundur.
Husky-hundur. mynd úr safni
Husky hundurinn sem drap kött í Dofraborgum í Grafarvogi fyrir um ári síðan hefur verið aflífaður. Þetta segir Árný Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Hún segir eigendur hundsins hafa tekið ákvörðun um að aflífa hann.

Árný var í viðtali við þáttinn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún segir að þegar svona atvik komi upp fari ákveðið ferli í gang. „Um leið og þetta gerist, eða við fáum að vita þetta eftir þessa helgi, er farið í málið og hundaeigandum gert að fara með hundana í skapgerðarmat eða aflífa hundinn án frekari aðgerða. Ef hann ætlar að fara með hundinn í skapgerðarmat þarf að bíða eftir því mati og þá þarf hann alltaf að vera með hundinn í taumi."

Á heimilinu sem Husky-hundurinn er á eru fimm slíkir hundar. Árný segir að vitað sé hvaða hundar sluppu út í þessu tilviki. „En stundum er það þannig erfitt er að rannsaka og finna nákvæmlega út um hvaða hund er að ræða. Það er bara orð á móti orði. En í þessu tilviki vitum við það. Þeir hafa verið sendir í skapgerðarmat."

Viðtalið við Árnýju má hlusta á í hljóðbrotinu hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×