Segir málaferlin og aðildarumsóknina vera aðskilin mál Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. apríl 2012 09:50 Magnús Orri Schram er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Magnús Orri Schram, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir að aðildarumsóknin að Evrópusambandinu og málaferlin fyrir EFTA dómstólnum séu tvö aðskild mál sem ekki eigi að blanda saman. Stjórnarandstæðingar fullyrtu í gær að aðildarviðræðum við Evrópusambandið væri nánast sjálfhætt eftir að RÚV greindi frá því að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefði óskað eftir aðild að málaferlunum gegn Íslandi í Icesave málinu. „Ég lít svo á að Icesave málið sé hluti af einhverskonar uppgjöri við fortíðina. Þar sé verið að takast á um það hvort reglur um innri markaðinn hafi verið brotin. EES samningurinn er samstarf sem við höfum verið í síðan ´93 og skiptir gríðarlegu máli fyrir íslenskt efnahagslíf. Ekki ætlum við að fara að efast um EES samninginn heldur hitt, menn eru að takast á um það hvort reglur hafi verið brotnar. Mér sýnist nú þeir þingmenn láta hvað hæst í dag sem höfðu ekki miklar áhyggjur af þessu dómstólaferli þannig að þeir ættu nú alveg að geta sofið rólega," segir Magnús Orri. Hann segir að umsókn um aðild að Evrópusambandinu snúist aftur á móti um framtíðina. „Hún snýst um það hvort við ætlum að byggja upp þjóðfélag án verðtryggðar krónu. Hún snýst um það hvort við ætlum að búa hér til samkeppnishæft atvinnulíf, hvort við ætlum að geta haldið okkar öflugustu fyrirtækjum hér innanlands, hvort við getum losað gjaldeyrishöft, hvort við ætlum að halda áfram að borga 500 krónur fyrir lattebollann á Strikinu. Það er hluti af framtíðinni," segir Magnús Orri. Því sé best að klára uppgjörsmálin við fortíðina og láta þau fara í sinn farveg fyrir dómstólum erlendis. Aðildarumsóknin haldi svo líka áfram því hún sé hluti af lausninni sem þjóðin geti svo tekið afstöðu til í þjóðaratkvæðagreiðslu. Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Fleiri fréttir Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Sjá meira
Magnús Orri Schram, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir að aðildarumsóknin að Evrópusambandinu og málaferlin fyrir EFTA dómstólnum séu tvö aðskild mál sem ekki eigi að blanda saman. Stjórnarandstæðingar fullyrtu í gær að aðildarviðræðum við Evrópusambandið væri nánast sjálfhætt eftir að RÚV greindi frá því að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefði óskað eftir aðild að málaferlunum gegn Íslandi í Icesave málinu. „Ég lít svo á að Icesave málið sé hluti af einhverskonar uppgjöri við fortíðina. Þar sé verið að takast á um það hvort reglur um innri markaðinn hafi verið brotin. EES samningurinn er samstarf sem við höfum verið í síðan ´93 og skiptir gríðarlegu máli fyrir íslenskt efnahagslíf. Ekki ætlum við að fara að efast um EES samninginn heldur hitt, menn eru að takast á um það hvort reglur hafi verið brotnar. Mér sýnist nú þeir þingmenn láta hvað hæst í dag sem höfðu ekki miklar áhyggjur af þessu dómstólaferli þannig að þeir ættu nú alveg að geta sofið rólega," segir Magnús Orri. Hann segir að umsókn um aðild að Evrópusambandinu snúist aftur á móti um framtíðina. „Hún snýst um það hvort við ætlum að byggja upp þjóðfélag án verðtryggðar krónu. Hún snýst um það hvort við ætlum að búa hér til samkeppnishæft atvinnulíf, hvort við ætlum að geta haldið okkar öflugustu fyrirtækjum hér innanlands, hvort við getum losað gjaldeyrishöft, hvort við ætlum að halda áfram að borga 500 krónur fyrir lattebollann á Strikinu. Það er hluti af framtíðinni," segir Magnús Orri. Því sé best að klára uppgjörsmálin við fortíðina og láta þau fara í sinn farveg fyrir dómstólum erlendis. Aðildarumsóknin haldi svo líka áfram því hún sé hluti af lausninni sem þjóðin geti svo tekið afstöðu til í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Fleiri fréttir Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Sjá meira