Erlent

Sölumaður dauðans vill að Rússland stefni Bandaríkjunum

Viktor Bout, sem er heimsfrægur undir viðurnefni sínu sölumaður dauðans, hvatti rússnesk yfirvöld í dag til þess að stefna bandaríska ríkinu og því tælenska fyrir sína hönd vegna falskra ásakana gegn sér.

Viktor var dæmdur í 25 ára fangelsi á dögunum fyrir vopnasölu og brot á hryðjuverkalöggjöf Bandaríkjamanna.

Hann var handtekinn í Tælandi fyrir fjórum árum síðan og þaðan framseldur til Bandaríkjanna. Viktor varð líklega frægastur í kvikmyndinni Lord of War þar sem stórleikarinn Nicholas Cage lék vopnasalann, sem er rússneskur að uppruna, en hann var herforingi í Sovétríkjunum.

Eftir fall þess nýtti hann sér glundroðann í landinu og komst yfir talsvert magn vopna sem hann seldi svo hæstbjóðanda. Viktor hvatti einnig rússneska þingið til þess að koma saman nefnd sem myndi taka fyrir þessar meintu fölsku ásakanir gegn sér. Viktor vonast til þess stefnan leiði af sér að hann verði framseldur til heimalandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×