Innlent

Krefjast fundar í utanríkisnefnd

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins og Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður sama flokks óskuðu í gærkvöldi eftir fundi í utanríkisnefnd Alþingis hið fyrsta.

Tilefnið er að ræða þá ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að innvinkla sig í málarekstur ESA, eftirlitsstofnunar Evrópska efnahagssvæðisins, gagnvart Íslandi, vegna ICESAVE málsins.

Fram kom í gær að að Evrópusambandið ætlar að styðja kröfu ESA gagnvart Íslandi. Þingmennirnir segja að útilokað sé að halda áfram aðildarviðræðum að Evrópusambandinu, sem styður þannig óréttmætan málarekstur gagnvart Íslandi, eins og þeir orða það.

Þeir krefjast þess að sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi verði boðaður á væntanlegan fund utanríkisnefndar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×