Innlent

Tillagan samþykkt samhljóða

Gísli Marteinn Baldusson
Gísli Marteinn Baldusson
Tillaga um að farið verði strax í nauðsynlegar aðgerðir til að takmarka hraðakstur í Ánanaustum, Grandatorgi, Hólmaslóð, Mýrargötu og nágrenni var samþykkt samhljóða í umhverfis- og samgönguráði Reykjavíkurborgar á þriðjudag. Tillagan var flutt af Gísla Marteini Baldurssyni og Hildi Sverrisdóttur úr Sjálfstæðisflokki.

Gísli Marteinn segir á vefsíðu sinni að aðstæður á þessu svæði hvetji til hraðaksturs frekar en að takmarka hraða. Úr því verði að bæta. Samkvæmt tillögunni fær samgöngustjóri það verkefni að leggja til úrbætur fyrir ráðið.

„Ég nota tækifærið til að hrósa félögum mínum í meirihlutanum fyrir að láta það ekki þvælast fyrir sér hvaðan málin koma,“ segir Gísli Marteinn á vefsíðu sinni. Hann bendir einnig á að hefja verði vinnu að breytingum á skipulagi svæðisins svo vegfarendum sé ekki stefnt í hættu. Ráðið geti samþykkt úrbótatillögur strax á næsta fundi, jafnvel þó þær verði til bráðabirgða.- bþh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×