Erlent

Meistaraverk Cezanne fannst í Serbíu

„Pilturinn í rauða vestinu“ eftir Cezanne.
„Pilturinn í rauða vestinu“ eftir Cezanne. mynd/AP
Lögreglan í Sviss hefur loks haft upp á meistaraverki franska listmálarans Cezanne sem hvarf í borginni Zürich fyrir nokkrum árum.

Málverkið fannst í Serbíu fyrr í vikunni. Þrír menn hafa verið handteknir í tengslum við ránið.

Talið er að verkið sé hið dáða „Pilturinn í rauða vestinu" en það er metið á 110 milljónir dollara eða um 14 milljarða íslenskra króna.

Verkinu var rænt í febrúar árið 2008. Þá réðust þrír grímuklæddir menn inn í listasafn í Zürich og höfðu á brott með sér nokkur heimsþekkt listaverk - þar á meðal voru málverk eftir Monet, Vincent van Gogh og Edgar Degas.

Málverk Cezanne var það eina sem lögregla í Sviss átti eftir að hafa upp á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×