Erlent

Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filipps­eyjar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Fólk fylgist með vaxandi ölduhæð í norðurhluta Filippseyja í morgun. 
Fólk fylgist með vaxandi ölduhæð í norðurhluta Filippseyja í morgun.  AP Photo/Justine Mark Pillie Fajardo

Þúsundum hefur verið gert að yfirgefa heimili sín á Filippseyjum og landsmenn búa sig nú undir að risafellifylurinn Ragasa skelli á landinu. 

Yfirvöld hafa miklar áhyggjur af veðrinu og en vindhviðurnar gætu farið í 230 kílómetra á klukkustund að sögn veðurfræðinga. Veðrið mun skella á í dag og er búist við því að verst verði ástandið norðurhluta landsins en þar eru strjálbýlar eyjar. Síðan er för Ragasa heitið til suðurhluta Kína, gangi spár eftir.

Með rokinu fylgja miklar öldur og er búist við að sjávarstaðan geti hækkað á skömmum tíma um þrjá metra. Skólar og opinberar skrifstofur eru lokaðar í dag, þar á meðal í höfuðborginni Manila og er fólk hvatt til að halda sig heima og vera ekki á ferðinni að óþörfu, enda hætta á aurskriðum og flóðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×