Erlent

Ekkert bendir til bilunar þegar Hercules vélin fórst

Frá slysstað.
Frá slysstað. Mynd/AP
Ekkert bendir til þess að um bilun hafi verið að ræða í norsku Hercules herflutningavélinni sem fórst þann fimmtánda mars síðastliðinn með þeim afleiðingum að fimm norskir hermenn létu lífið.

Vélin hrapaði í fjöllum í Norður-Svíþjóð en hún var á leið til Kiruna í Svíþjóð til þess að taka þátt í heræfingu. Mikil leit var gerð að vélinni og nokkrir dagar liðu áður en brak úr henni fannst.

Enn er verið að leita að brakinu, þar á meðal svörtu kössunum sem ættu að geta varpað ljósi á síðustu mínúturnar í flugstjórnarklefanum. Erfitt er þó um vik á slysstað, en stórt snjóflóð féll á brakið af vélinni skömmu eftir að hún sprakk í loft upp við áreksturinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×