Innlent

Köfunarslys í Silfru

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kafað í Silfru.
Kafað í Silfru. Mynd/Vilhelm
Tilkynning barst um köfunarslys í Silfru á Þingvöllum um klukkan tuttugu mínútur í eitt. Erlend kona um fimmtugt slasaðist við köfun. Hún andaði eftir slysið en var með skerta meðvitund. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti hana og verður hlúð að henni á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Silfra er einn vinsælasti köfunarstaður á Íslandi. Þar hafa orðið mjög alvarleg slys.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×