ESB stefndi sér í mál gegn Íslandi til að viðhalda trausti á regluverki Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. apríl 2012 19:07 Talsmaður stækkunarstjóra hjá Evrópusambandinu segir að ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar um að óska eftir því að ganga inn í mál ESA gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum hafi verið nauðsynleg til að viðhalda trausti á ESB-reglum um innistæðutryggingar. Hann segir að ákvörðunin hafi ekki bein áhrif á aðildarviðræður Íslands og ESB. Framkvæmdastjórn ESB hefur óskað eftir því að fá að stefna sér til inn í mál ESA gegn Íslandi fyrir EFTA dómstólnum. Þetta þýðir að framkvæmdastjórnin mun styðja ESA í málinu, en ESA heldur því fram að íslenska ríkið hafi brotið gegn tilskipun um innistæðutryggingar og skuldbindingum sínum samkvæmt EES-samningnum með því að ábyrgjast ekki greiðslur á lágmarkstryggingunni fyrir sparifjáreigendur sem voru með Icesave-reikninga hjá Landsbankanum. En hvers vegna tók framkvæmdastjórnin ákvörðun um að gera þetta og mun þetta einhver áhrif hafa á aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins? „Með þessu skrefi verndar framkvæmdastjórnin þörfina á skýrleika varðandi skyldur Íslands á sviði fjármálaþjónustu, auk skýrleika og samkvæmni í lögum ESB og EES og lagalegar skyldur EFTA-ríkja og ESB-ríkja. Slíkur skýrleiki er mikilvægur til að viðhalda trausti á ESB-reglum um innistæðutryggingar, innri markaðinn og loks á fjármálastöðugleika í Evrópu," segir Peter Stano, talsmaður stækkunarstjóra hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Stano segir að framkvæmdastjórnin líti á þetta mál og aðildarviðræðurnar við ESB sem tvö aðskilin mál. Það sé mikilvægt að fá að hreint hverjar lagalegar skuldbindingar Íslands séu samkvæmt tilskipun um innistæðutryggingar. „Það er mikilvægt að hafa í huga að þetta mál sem er fyrir EFTA-dómstólnum tengist á engan hátt umsókn Íslands að ESB heldur er þetta sérstakt lögfræðilegt ferli. Hins vegar verður geta Íslands til að beita reglum um fjármálaþjónustu, þar á meðal tilskipun um innistæðutryggingar, vandlega metin á meðan á umsóknarferlinu stendur. Við erum að vinna að framvinduskýrslu og þetta verður sjálfsagt nefnt þar." Tengdar fréttir Sigmundur Davíð: Rétt viðbrögð væru að gera hlé á viðræðum Ísland ætlar ekki að mótmæla þátttöku framkvæmdastjórnarinnar í málarekstri ESA gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum. Formaður Framsóknarflokksins segi að rétt viðbrögð íslenskra stjórnvalda væru að gera hlé á aðildarviðræðum við ESB og lýsa vanþóknun á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar. 12. apríl 2012 19:30 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Talsmaður stækkunarstjóra hjá Evrópusambandinu segir að ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar um að óska eftir því að ganga inn í mál ESA gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum hafi verið nauðsynleg til að viðhalda trausti á ESB-reglum um innistæðutryggingar. Hann segir að ákvörðunin hafi ekki bein áhrif á aðildarviðræður Íslands og ESB. Framkvæmdastjórn ESB hefur óskað eftir því að fá að stefna sér til inn í mál ESA gegn Íslandi fyrir EFTA dómstólnum. Þetta þýðir að framkvæmdastjórnin mun styðja ESA í málinu, en ESA heldur því fram að íslenska ríkið hafi brotið gegn tilskipun um innistæðutryggingar og skuldbindingum sínum samkvæmt EES-samningnum með því að ábyrgjast ekki greiðslur á lágmarkstryggingunni fyrir sparifjáreigendur sem voru með Icesave-reikninga hjá Landsbankanum. En hvers vegna tók framkvæmdastjórnin ákvörðun um að gera þetta og mun þetta einhver áhrif hafa á aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins? „Með þessu skrefi verndar framkvæmdastjórnin þörfina á skýrleika varðandi skyldur Íslands á sviði fjármálaþjónustu, auk skýrleika og samkvæmni í lögum ESB og EES og lagalegar skyldur EFTA-ríkja og ESB-ríkja. Slíkur skýrleiki er mikilvægur til að viðhalda trausti á ESB-reglum um innistæðutryggingar, innri markaðinn og loks á fjármálastöðugleika í Evrópu," segir Peter Stano, talsmaður stækkunarstjóra hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Stano segir að framkvæmdastjórnin líti á þetta mál og aðildarviðræðurnar við ESB sem tvö aðskilin mál. Það sé mikilvægt að fá að hreint hverjar lagalegar skuldbindingar Íslands séu samkvæmt tilskipun um innistæðutryggingar. „Það er mikilvægt að hafa í huga að þetta mál sem er fyrir EFTA-dómstólnum tengist á engan hátt umsókn Íslands að ESB heldur er þetta sérstakt lögfræðilegt ferli. Hins vegar verður geta Íslands til að beita reglum um fjármálaþjónustu, þar á meðal tilskipun um innistæðutryggingar, vandlega metin á meðan á umsóknarferlinu stendur. Við erum að vinna að framvinduskýrslu og þetta verður sjálfsagt nefnt þar."
Tengdar fréttir Sigmundur Davíð: Rétt viðbrögð væru að gera hlé á viðræðum Ísland ætlar ekki að mótmæla þátttöku framkvæmdastjórnarinnar í málarekstri ESA gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum. Formaður Framsóknarflokksins segi að rétt viðbrögð íslenskra stjórnvalda væru að gera hlé á aðildarviðræðum við ESB og lýsa vanþóknun á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar. 12. apríl 2012 19:30 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Sigmundur Davíð: Rétt viðbrögð væru að gera hlé á viðræðum Ísland ætlar ekki að mótmæla þátttöku framkvæmdastjórnarinnar í málarekstri ESA gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum. Formaður Framsóknarflokksins segi að rétt viðbrögð íslenskra stjórnvalda væru að gera hlé á aðildarviðræðum við ESB og lýsa vanþóknun á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar. 12. apríl 2012 19:30