Erlent

Brothætt ástand í Sýrlandi

Frá Sýrlandi í dag.
Frá Sýrlandi í dag. mynd/AP
Vopnahléið sem Kofi Annan, erindreki Sameinuðu Þjóðanna og Arabandalagsins, lagði til í Sýrlandi hófst í nótt.

Þó svo að fyrstu klukkustundir þess hafi gengið áfallalaust hafa nú borist fregnir af árásum og mannfalli í landinu.

Samkvæmt sýrlenskum fjölmiðlum særðust 24 stjórnarhermenn þegar sprengja sprakk við vegkant í borginni Aleppo fyrr í dag.

Þá létust þrír stjórnarandstæðingar í borgunum Idlib og Homs fyrir skömmu.

Yfirvöld í Sýrlandi hafa heitið því að standa við vopnahléið, samt sem áður virðist ekkert lát vera á aðgerðum gegn andspyrnumönnum.

Ban Ki-moon, framkvæmdarstjóri Sameinuðu Þjóðanna, sagði í dag að stjórnvöld í landinu verði að sýna vilja sinn í verki, annars séu friðarumleitanir úr sögunni.

Moon sagði að vopnahléið sé afar brothætt og að þrýstingur frá alþjóðasamfélaginu sé nauðsynlegur svo að hægt sé að leysa málin í Sýrlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×