Erlent

Mannréttindi brotin í Malí

Navi Pillay, mannréttindafulltrúi Sameinuðu Þjóðanna.
Navi Pillay, mannréttindafulltrúi Sameinuðu Þjóðanna. mynd/AFP
Navi Pillay, mannréttindafulltrúi Sameinuðu Þjóðanna, sagði í dag að mannréttindabrot hafi verið framin í Malí.

Túaregar og íslamistar stjórna nú norðurhluta landsins og hafa fregnir af morðum og nauðgunum borist þaðan.

Fyrr í dag hótaði nýr leiðtogi Malí, Dioncounda Traore, að ráðast gegn uppreisnarmönnunum í norðri.

Tugir þúsunda hafa flúið átökin í Malí á síðustu mánuðum. Talið er að um 200.000 manns hafi flúið til nágrannalanda og 100.000 séu heimilislausir í landinu.

Dioncounda hefur verið falið að skipuleggja kosningar í landinu en þær verða haldnar í næsta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×