Erlent

Níu bjargað úr námu

Námamönnunum var bjargað einum í einu í gær og fjölskyldur þeirra tóku á móti þeim.
Námamönnunum var bjargað einum í einu í gær og fjölskyldur þeirra tóku á móti þeim.
Níu mönnum var bjargað úr námu í Perú í gær, eftir að hafa verið fastir þar í tæpa viku.

Mennirnir eru sagðir við góða heilsu. Einn þeirra átti erfitt með gang og var með súrefnisgrímu þegar hann kom upp úr námunni.

„Við sögðum brandara til þess að halda í vonina og hlupum á milli staða til að halda á okkur hita,“ sagði einn mannanna, Edwin Bellido Sarmiento. Annar, Javier Tapia Lopez, sagði að á tímabili hefðu þeir haldið að þeim yrði ekki bjargað.

Mennirnir voru fastir um 200 metra undir yfirborði jarðar frá því á fimmtudag í síðustu viku þar til í gær. Þeir fengu súrefni og mat í gegnum rör niður í námuna.

Meira en fimmtíu manns létust af slysförum í námum Perú í fyrra. -þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×