Erlent

Kim Jong-un fær æ fleiri titla

Hinn ungi leiðtogi Norður Kóreu, Kim Jong-un hefur fengið nokkrar nýjar fjaðrir í hatt sinn. Hann hefur verið útnefndur formaður miðstjórnar hersins og stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Kommúnistaflokksins.

Um þetta var tilkynnt eftir að Flokkurinn stóð fyrir landsfundi en slíkir fundir eru afar sjaldgæfir í Norður-Kóreu og haldnir með margra ára millibili. Þá er mikil eftirvænting í landinu eftir eldflaugaskoti en stjórnvöld áforma að skjóta flaug á loft á næstu dögum.

Opinbert hlutverk hennar er að koma gervihnetti á sporbraut um jörðu en nágrannar Norður Kóreu óttast að verið sé að þróa flaugar sem gætu borið kjarnavopn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×