Innlent

Martha Stewart hælir íslenska hestinum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Martha Stewart er ánægð með íslenska hestinn.
Martha Stewart er ánægð með íslenska hestinn. mynd/ afp.
Athafnakonan og sjónvarpsdrottningin Martha Stewart varð þeirrar ánægju aðnjótandi á dögunum að sitja íslenskan hest. Á bloggsíðu sinni segir hún frá því að hún sé þessa dagana að búa til sjónvarpsþátt um Ísland og hluti af Íslandi sé hinn einstaki íslenski hestur. Við fyrstu sýn líti þessi litli hestur út eins og lítill krútthestur. En hann sé líka sterkur, hugaður og mjög hraður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×