Fleiri fréttir

Viskí til sölu - kostar 50 milljónir króna

Viskí sem var framleitt til þess að fagna 60 ára valdatíð Elísabetar drottningar er til sölu í Singapore, en verðmiðinn eru litlar fimmtíu milljónir króna. Og það sem meira er, þá þykir líklegt að einhver milljónamæringurinn láti sig hafa það að kaupa viskíið samkvæmt frétt Reuters um málið.

Þrír með allar tölur réttar - hver fær 27 milljarða

Þrír Bandaríkjamenn fagna eflaust ógurlega þessa stundina en þeir eru 213 milljónum dollurum ríkari. Allir keyptu þeir miða í ofurlottóinu í Bandaríkjunum en dregið var út í gærkvöldi. Sigurvegararnir eru frá Illinois, Kansas og Maryland.

Ellefu létust í mannskæðu hryðjuverki í Tælandi

Ellefu létust og 110 slösuðust í bílasprengjum í borginni Yala í suðurhluta Tælands í dag. Herskáir múslimar eru grunaðir um verknaðinn en sprengjurnar voru staðsettar á fjölförnum verslunargötum. Sprengjurnar sprungu með 20 mínútna millibili.

Segir kvótafrumvörpin til þess fallin að veikja krónuna

Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ segir að ef frumvörp ríkisstjórnarinnar um sjávarútveginn verða samþykkt, þá mun það leiða af sér veikingu krónunnar sem myndi svo grafa undan kaupmætti heimilanna í landinu.

Búið að opna veginn inn í Þórsmörk

Búið er að opna veginn inn í Þórsmörk samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni. Verið er að kanna ástand hálendisvega og nú þegar er allur akstur bannaður á hálendisvegum norðan Vatnajökuls og á nyrðri hluta Dettifossvegar vegna aurbleytu.

Misstir þú skíðin í Borgarnesi?

Óheppinn vegfarandi missti skíðin sín af toppi hvítrar jeppabifreiðar á Borgarnesbrúnni upp úr klukkan eitt í dag. Um er að ræða Fischer skíði. Vegfarandi sem ók á eftir bifreiðinni hafði samband við fréttastofu og vildi koma því til skila að skíðin væru í þeirra höndum og biðu þess eins að komast til eiganda síns.

Keppt um Gulleggið

Úrslit eru nú hafin í Frumkvöðlakeppni Innovit 2012 og fara þau fram í Háskólanum í Reykjavík. Topp tíu teymin halda nú kynningu fyrir lokadómnefnd keppninnar sem ákveður hver verður handhafi Gullleggsins, ásamt því að útdeila verðlaunum sem eru að andvirði hátt í 5.000.000 íslenskra króna.

Heppni lottó-spilarinn ófundinn

Heppinn lottóspilari frá Baltimore í Bandaríkjunum virðist hafa fengið allar tölur réttar í ofurlottóinu sem dregið var úr í gær. Mikið fár greip um sig á meðal Bandaríkjamanna vegna leiksins en vinningurinn voru litlar 640 milljónir dollara. Það gera 81 milljarður íslenskra króna. Það eru 20 milljörðum meira en sjávarútvegurinn græddi á Íslandi á síðasta ári.

Ljósin slökkt í Reykjavík vegna jarðarstundarinnar

Met verður slegið í kvöld milli 20.30 til 21.30 því þá munu fleiri en 5000 borgir og bæjarfélög í 147 löndum taka þátt í jarðarstundinni eða Earth hour. Viðburðurinn felst í því að njóta myrkurs í 60 mínútur og skapa hugarorku í þágu umhverfisins.

Flugvél frá Nasa á Íslandi

Rannsóknarflugvél frá Nasa lendir hér á landi í dag og dvelur í mánuð. Verkefnið mun styðja við rannsóknir á loftslagsbreytingum með þróun betri aðferða við að mæla bráðnun heimskautaíss.

Opið í Bláfjöllum og Hlíðarfjalli

Bláfjöll verða opin fyrir skíðaiðkun á milli klukkan tíu og fimm í dag. Eins gráðu hiti er á svæðinu, vest suð vestan 3 metrar á sekúndu og ganga rútur samkvæmt áætlun í fjallið. Skíðasvæðið í Skálafelli er lokað eins og er vegna slæms skyggnis í fjallinu. Aðstæður þar verða í skoðun í dag.

Hestastemmning í miðbænum

Í dag munu hestar og hestamenn vera áberandi í miðbæ Reykjavíkur en Hestadaga í Reykjavík standa nú yfir. Klukkan 13:00 munu 150 hestar leggja upp í skrautreið í gegnum miðborgina.

Stal frá starfsfólki 10-11

Óprúttinn þjófur stal verðmætum úr fatnaði starfsfólks 10-11 við Lágmúla skömmu fyrir klukkan eitt í nótt. Maðurinn var handtekinn skömmu síðar og vistaður í fangageymslu lögreglunnar.

Tveimur samningsköflum var lokað strax í Brussel

Fjórir samningskaflar voru opnaðir á ríkjaráðstefnu Íslands og ESB í Brussel í gær. Tveimur var lokað samdægurs, um utanríkis-, öryggis- og varnarmál, og um neytendamál og heilsuvernd, en samningaviðræður halda áfram um hina tvo, sem fjalla um samkeppnismál og orkumál. Með því hafa fimmtán kaflar af 33 verið opnaðir og tíu þegar lokað.

Stjórnarskrá fari í þjóðaratkvæði

AlþingiDrög stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá verða ekki borin undir þjóðaratkvæði samhliða forsetakosningum í júní. Slíka kosningu þarf að samþykkja með þriggja mánaða fyrirvara og rann sá frestur út á miðnætti á fimmtudag. Stjórnarliðar saka sjálfstæðismenn um málþóf, en þeir brugðust ókvæða við slíkum ásökunum.

Neyðarsjóður stækkaður

Fjármálaráðherrar evruríkjanna samþykktu á fundi sínum í Kaupmannahöfn í gær að efla stöðugleikasjóðinn, sem notaður er til að hjálpa ríkjum að komast út úr alvarlegum fjárhagsvanda.

Moska reyndist helmingi of lítil

Byggingarmagn sem ætlað var fyrir mosku og safnaðarheimili Félags múslima í Sogamýri reyndist helmingi minna en áður var gert ráð fyrir að félagið fengi. Samkvæmt lýsingu sem unnin var í fyrra á byggingin að vera 400 fermetrar. Guðjón Magnússon arkitekt, sem unnið hefur þarfagreiningu fyrir Félag múslima, segir hins vegar nauðsynlegt að bygggingin verði á bilinu 800 til 1.000 fermetrar. Það sé svipað og gerist með

Þakklát þeim sem aðstoðuðu við útför

„Ég er gríðarlega þakklát rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni á Íslandi, útfararstofunni, heiðurskonsúl Letta hér á landi og öllum öðrum sem gerðu mér kleift að koma hingað til að kveðja son minn.“ Þetta segir Tamara Aldohina frá Lettlandi, en hún er stödd hér á landi til að fylgja syni sínum, Aleksandzs Aldohins, til grafar.

Sarkozy boðar fleiri aðgerðir

Nítján manns voru handteknir í gærmorgun í Frakklandi vegna gruns um að þeir tengist öfgahópum íslamista, sem hugsanlega séu með áform um hryðjuverk. Mikil spenna hefur ríkt í Frakklandi frá því ungur maður drap sjö manns í Toulouse og Montauban. Stjórnvöld leggja mikla áherslu á öryggismál og hættuna af hryðjuverkum. Á hinn bóginn fer ótti vaxandi meðal múslima um að almenningur stimpli þá alla sem hryðjuverkamenn.

Flóknara en gerist á einni nóttu

Breytingar sem gera þarf á eignarhaldi vegna breytinga á raforkulögum frá því í ársbyrjun 2011 gætu haft áhrif á lánasamninga Landsvirkjunar. Þetta er meðal þess sem fram kom í ræðu Geirs A. Gunnlaugssonar, stjórnarformanns Landsnets, á kynningarfundi í vikulokin.

Allir verði með öryggisáætlun

Allir sem bjóða ferðir innanlands þurfa að útbúa öryggisáætlun, nái nýtt frumvarp um breytingu á lögum um skipan ferðamála fram að ganga. Oddný Harðardóttir, ráðherra ferðamála, greindi frá því á aðalfundi SAF, að hún byndi miklar vonir við þá hluta frumvarpsins sem snúa að öryggi ferðamanna. „Í öryggisáætlun á að koma fram mat á áhættu viðkomandi ferðar og lýsing á því hvernig ferðaskipuleggjandi hyggist bregðast við beri vá að höndum í ferðinni,“ segir í tilkynningu SAF. -

Hvað myndir þú gera við 640 milljónir dollara?

Potturinn heldur áfram að stækka í bandaríska Mega Millions happdrættinu. Fyrr í vikunni skreið vinningsupphæðin yfir hálfan milljarð dollara en stendur nú í 640 milljónum eða rúmlega 80 milljörðum króna.

"Charlie Bit Me" rakar inn peningum

Fimm ár eru liðin síðan myndbandið "Charlie Bit Me“ birtist á YouTube. Síðan þá hefur verið horft á myndbandið 436 milljón sinnum. Piltarnir og fjölskylda þeirra hefur hagnast gríðarlega á myndbandinu. Foreldrarnir hafa þó reynt að halda piltunum á jörðinni.

Tónelskandi gengi svindlaði á iTunes

Nokkrir klíkumeðlimir hafa verið fundnir sekir um fjársvik eftir að upp komst um svikamyllu þeirra á vefverslununum iTunes og Amazon. Mennirnir notuðu stolin kreditkort til að fjárfesta í eigin tónlist og uppskáru í kjölfarið rúmlega 500.000 pund í höfundalaun.

Eldur í bústað við Rauðavatn

Eldur kviknaði í litlum bústað sem staðsettur er við Rauðavatn, rétt við Hádegismóa, um klukkan níuleytið í kvöld. Það tók slökkviliðið rúmar fimmtán mínútur að mæta á staðinn og slökkva eldinn. Enn er þó verið að vinna á staðnum og tryggja að ekki séu nein glóð. Ekki er vitað til þess að neinn hafi verið inni í húsinu.

Enn á ný reynist Einstein sannspár

Kenning Albert Einsteins um hraða útþenslu alheimsins hefur verið sönnuð af stjörnufræðingum í Bretlandi. Með því að nota afstæðiskenningu Einsteins gátu vísindamennirnir endurreiknað stækkun alheimsins af mikilli nákvæmni.

Konurnar í Mæðrastyrksnefnd gleðjast yfir málalyktum

Ragnhildur Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar, segist mjög glöð yfir því að þjófurinn sem fór inn í húsnæði Mæðrastyrksnefndar fyrr í vikunni sé kominn í leitirnar. Hún veit þó ekkert hvert ástandið er á tölvunum sem var stolið.

Laugavegur fylltist af snjó

Íbúi í húsi við Laugaveginn rauk upp við mikinn dynk nú um áttaleitið í kvöld án þess að vita nokkuð hvað væri á seyði. Þegar íbúanum var litið út um gluggann sá hann að stærðar snjóköggli hafði verið skellt á miðjan Laugaveginn. Ástæðan er sú að Linda Björk Sumarliðadóttir og félagar hennar standa fyrir hjólabretta- og snjóbrettakeppni nú um helgina.

Klapparstígur fær andlitslyftingu

Á mánudaginn hefst vinna við endurgerð Klapparstígs ofan Laugavegar. Verkið felst í endurnýjun á lögnum og öllu yfirborði götu og gangstétta á Klapparstíg að Skólavörðurstíg. Áætluð verklok verða 2. júlí.

Herdís ætlar í forsetaframboð

Herdís Þorgeirsdóttir ætlar að bjóða sig fram til forseta Íslands í forsetakosningunum í sumar. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Herdís hélt í Listasafninu í dag. Fundurinn stendur enn yfir. Herdís starfar sem lögmaður í Reykjavík. Hún er forseti Evrópusamtaka kvenlögfræðinga og starfar mikið fyrir Feneyjanefnd Evrópuráðsins á sviði mannréttinda.

Mál gegn Vítisenglum þingfest

Mál gegn fimm meðlimum Vítisengla var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag en þau eru grunuð um alvarlega líkamsárás í Hafnarfirði 22. desember síðastliðinn. Þá var ráðist á konu í Vallahverfi og gengið í skrokk á henni. Hún var flutt alvarlega slösuð á slysadeild en hún mun hafa verið meðvitundarlaus þegar að henni var komið.

Forsetaframbjóðendur þurfa að skila fyrir 25. maí

Kjörtímabil forseta Íslands rennur út 31. júlí 2012 og ljóst er að kosningar fara fram laugardaginn 30. júní. Auk Ólafs Ragnar Grímssonar hafa fjórir lýst yfir framboði og rætt hefur verið um nokkra til viðbótar sem hyggi mögulega á framboð.

Takmarkanir á fjárfestingum útlendinga verða vandamál

Þótt kafli um sjávarútveg hafi ekki verið opnaður í aðildarviðræðum Íslands við ESB hafa vísbendingar borist frá nokkrum aðildarríkjum að þau séu mótfallin takmörkunum á fjárfestingu útlendinga í sjávarútvegi hér á landi, en samkvæmt undanþágu sem Ísland hefur frá EES-samningnum geta útlendingar aldrei eignast ráðandi hlut í sjávarútvegsfyrirtækjum á Íslandi því þeir mega ekki eiga meira en 49 prósent.

Próflaus þurfti að "skreppa"

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í vikunni akstur karlmanns á sjötugsaldri. Við nánari skoðun kom í ljós að hann ók réttindalaus því hann hafði verið sviptur ökuréttindum. Maðurinn viðurkenndi brot sitt og kvaðst hafa verið að skreppa. Þá stöðvaði lögregla för tveggja ökumanna sem ekki voru í bílbelti við aksturinn. Þeir þurfa að greiða fimmtán þúsund krónur hvor í sekt.

Annan krefst vopnahlés í Sýrlandi

Kofi Annan, erindreki Sameinuðu Þjóðanna og Arababandalagsins í Sýrlandi, ætlast til að yfirvöld í landinu komi á tafarlausu vopnahléi.

Rammaáætlun lögð fram

Oddný Harðardóttir iðnaðarráðherra hefur í samráði við Svandísi Svavarsdóttir umhverfisráðherra lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá iðnaðarráðuneytinu. Um er að ræða fyrstu þingsályktunartillöguna sem fram kemur um flokkun hugsanlegra kosta í orkunýtingar-, verndar- og biðflokk á grundvelli laga um rammaáætlun frá í fyrra, en gert er ráð fyrir að Alþingi afgreiði slíkar tillögur eigi sjaldnar en á fjögurra ára fresti.

Um 150 kílóum af hákarli stolið

Lögreglunni á Suðurnesjum var í vikunni tilkynnt um að um það bil 150 kílóum af verkuðum hákarli hafi verið stolið úr þurrkhjalli í Grindavík. Þjófnaðurinn er til rannsóknar hjá lögreglu.

Elín Hirst skrifaði Ögmundi bréf

Elín Hirst hefur skrifað innanríkisráðherra bréf þar sem hún hvetur hann til að taka viðtal Nýs Lífs við lögreglustjórann á Suðurnesjum til efnislegrar meðferðar. Lögreglustjórinn segist í viðtalinu ekki trúa ásökunum Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttir á hendur föður sínum, Ólafi Skúlasyni heitnum.

Sjá næstu 50 fréttir