Innlent

Flóknara en gerist á einni nóttu

Geir A. Gunnlaugsson stjórnarformaður og Þorgeir J. Kristjánsson, skrifstofustjóri Landsnets, sem stýrði fundi. Fréttablaðið/Anton
Geir A. Gunnlaugsson stjórnarformaður og Þorgeir J. Kristjánsson, skrifstofustjóri Landsnets, sem stýrði fundi. Fréttablaðið/Anton
Breytingar sem gera þarf á eignarhaldi vegna breytinga á raforkulögum frá því í ársbyrjun 2011 gætu haft áhrif á lánasamninga Landsvirkjunar. Þetta er meðal þess sem fram kom í ræðu Geirs A. Gunnlaugssonar, stjórnarformanns Landsnets, á kynningarfundi í vikulokin.

Eins og er eiga orkuframleiðslufyrirtækin Landsnet. Landsvirkjun er langstærsti eigandinn með 65 prósenta hlut. Með breytingum á raforkulögunum, í samræmi við Evróputilskipun sem ganga á í gildi á næstu misserum, var hins vegar horfið frá því að flutningsfyrirtækið geti verið að hluta eða öllu leyti í eigu fyrirtækja í framleiðslu eða dreifingu raforku.

„Ljóst er að þessi breyting á eignarhaldi Landsnets er flóknari en svo að hún verði gerð á einni nóttu. Eignir Landsnets eru hluti af samstæðureikningi Landsvirkjunar og þar af leiðandi hluti þeirra eigna sem standa á bak við lán Landsvirkjunar. Breytingar á eignarhaldi geta því krafist flókinna samninga við lánveitendur Landsvirkjunar,“ sagði Geir.- óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×