Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Eiður Þór Árnason skrifar 22. september 2025 21:55 Björg Magnúsdóttir var aðstoðarmaður Einars Þorsteinssonar borgarstjóra í rúmt ár. Vísir/Vilhelm Björg Magnúsdóttir, fjölmiðlakona og fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra, hefur gengið til liðs við Viðreisn. „Um helgina tók ég þátt í mínu fyrsta landsþingi Viðreisnar en ég skráði mig til leiks í flokkinn í sumar eftir mjög miklar vangaveltur og innri leiðangur,“ segir Björg í færslu á Facebook-sinni. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, tilkynnti fyrir viku að hún myndi ekki sækjast eftir því að leiða flokkinn aftur í borgarstjórnarkosningunum sem fara fram í maí á næsta ári. Vísir greindi frá því á dögunum að Björg hafi verið orðuð við oddvitasætið. Björg hefur komið víða við og starfaði lengi við dagskrárgerð á RÚV. Einnig hefur hún komið að handritsskrifum leikinna sjónvarpsþáttaraða á borð við Ráðherrann og Vigdísi. Hún aðstoðaði svo Einar Þorsteinsson, oddvita Framsóknar í Reykjavík, á meðan hann sat á borgarstjórastóli í rúmt ár. „Ég trúði á þann meirihlutasáttmála sem unnið var eftir í borginni; setja átti börn í forgang, hraða uppbyggingu húsnæðis og sýna ráðdeild í rekstri ásamt ýmsu öðru - en svo fór sem fór,“ skrifar Björg um þann tíma. Vísar hún þar til meirihlutasamstarfs Samfylkingar, Framsóknar, Viðreisnar og Pírata í borgarstjórn sem upp úr slitnaði í febrúar síðastliðnum. Í kjölfarið var myndaður nýr borgarstjórnarmeirihluti án aðkomu Framsóknar og Viðreisnar. Skráð í marga flokka Þótt Björg hafi starfað fyrir oddvita Framsóknarflokksins hefur hún áður tekið þátt í starfi annarra stjórnmálaflokka. Þannig mætti Björg, á meðan hún gegndi starfi aðstoðarmanns borgarstjóra Framsóknarflokksins, á hverfisfund Sjálfstæðismanna í Fossvogi í febrúar, í aðdraganda landsfundar Sjálfstæðisflokksins. Þá sagðist Björg vera skráð í marga flokka, þar á meðal Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn. Fréttin hefur verið uppfærð. Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Aðalsteinn Leifsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, varaþingmaður og fyrrverandi ríkissáttasemjari, íhugar að bjóða sig fram fyrir Viðreisn í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum í vor. Fleiri hafa verið orðaðir við framboð fyrir flokkinn í borginni. 17. september 2025 16:00 Þórdís Lóa ætlar ekki fram Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn Reykjavíkur, hyggst ekki bjóða sig fram í næstu borgarstjórnarkosningum sem fram fara í maí á næsta ári. 15. september 2025 08:11 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Fleiri fréttir Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Sjá meira
„Um helgina tók ég þátt í mínu fyrsta landsþingi Viðreisnar en ég skráði mig til leiks í flokkinn í sumar eftir mjög miklar vangaveltur og innri leiðangur,“ segir Björg í færslu á Facebook-sinni. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, tilkynnti fyrir viku að hún myndi ekki sækjast eftir því að leiða flokkinn aftur í borgarstjórnarkosningunum sem fara fram í maí á næsta ári. Vísir greindi frá því á dögunum að Björg hafi verið orðuð við oddvitasætið. Björg hefur komið víða við og starfaði lengi við dagskrárgerð á RÚV. Einnig hefur hún komið að handritsskrifum leikinna sjónvarpsþáttaraða á borð við Ráðherrann og Vigdísi. Hún aðstoðaði svo Einar Þorsteinsson, oddvita Framsóknar í Reykjavík, á meðan hann sat á borgarstjórastóli í rúmt ár. „Ég trúði á þann meirihlutasáttmála sem unnið var eftir í borginni; setja átti börn í forgang, hraða uppbyggingu húsnæðis og sýna ráðdeild í rekstri ásamt ýmsu öðru - en svo fór sem fór,“ skrifar Björg um þann tíma. Vísar hún þar til meirihlutasamstarfs Samfylkingar, Framsóknar, Viðreisnar og Pírata í borgarstjórn sem upp úr slitnaði í febrúar síðastliðnum. Í kjölfarið var myndaður nýr borgarstjórnarmeirihluti án aðkomu Framsóknar og Viðreisnar. Skráð í marga flokka Þótt Björg hafi starfað fyrir oddvita Framsóknarflokksins hefur hún áður tekið þátt í starfi annarra stjórnmálaflokka. Þannig mætti Björg, á meðan hún gegndi starfi aðstoðarmanns borgarstjóra Framsóknarflokksins, á hverfisfund Sjálfstæðismanna í Fossvogi í febrúar, í aðdraganda landsfundar Sjálfstæðisflokksins. Þá sagðist Björg vera skráð í marga flokka, þar á meðal Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn. Fréttin hefur verið uppfærð.
Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Aðalsteinn Leifsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, varaþingmaður og fyrrverandi ríkissáttasemjari, íhugar að bjóða sig fram fyrir Viðreisn í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum í vor. Fleiri hafa verið orðaðir við framboð fyrir flokkinn í borginni. 17. september 2025 16:00 Þórdís Lóa ætlar ekki fram Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn Reykjavíkur, hyggst ekki bjóða sig fram í næstu borgarstjórnarkosningum sem fram fara í maí á næsta ári. 15. september 2025 08:11 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Fleiri fréttir Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Sjá meira
Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Aðalsteinn Leifsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, varaþingmaður og fyrrverandi ríkissáttasemjari, íhugar að bjóða sig fram fyrir Viðreisn í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum í vor. Fleiri hafa verið orðaðir við framboð fyrir flokkinn í borginni. 17. september 2025 16:00
Þórdís Lóa ætlar ekki fram Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn Reykjavíkur, hyggst ekki bjóða sig fram í næstu borgarstjórnarkosningum sem fram fara í maí á næsta ári. 15. september 2025 08:11