Stjórnarskrá fari í þjóðaratkvæði 31. mars 2012 07:00 Birgir Ármannsson og Ásmundur Einar Daðason hlýða á umræður um stjórnarskrá. fréttablaðið/stefán AlþingiDrög stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá verða ekki borin undir þjóðaratkvæði samhliða forsetakosningum í júní. Slíka kosningu þarf að samþykkja með þriggja mánaða fyrirvara og rann sá frestur út á miðnætti á fimmtudag. Stjórnarliðar saka sjálfstæðismenn um málþóf, en þeir brugðust ókvæða við slíkum ásökunum. Valgerður H. Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ákvörðun um framhaldið verði tekin eftir páska. „Á einhvern hátt, hver sem hann verður, munum við leita samráðs við fólkið í landinu um gerð þessarar stjórnarskrár.“ Álfheiður Ingadóttir, varaformaður nefndarinnar, segir enga uppgjöf í stjórnarmeirihlutanum. „Við lítum á að það sé skýr meirihlutavilji þingsins að leggja þessa tillögu stjórnlagaráðs í þjóðaratkvæði og sérstök álitamál tengd stjórnarskránni, eins og kom fram í samþykkt Alþingis á sérstakri ályktun 22. febrúar.“ Birgir Ármannsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, segist ekki útiloka þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrána. „Við teljum hins vegar að til að bera málið undir atkvæði þjóðar þurfi að vera um að ræða fullmótaðar tillögur sem Alþingi sé búið að vinna í og koma sér saman um og fá fræðilega aðstoð til greiningar. Að því loknu, þegar málið er farið að nálgast endapunkt, er þjóðaratkvæðagreiðsla vissulega möguleiki í okkar huga.“ Birgir segir hins vegar óboðlegt að leggja í þjóðaratkvæði tillögur sem vitað er að muni taka breytingum. Hann vill fara eftir ákvæðum núverandi stjórnarskrár; þingið samþykki breytingar nú, og nýtt þing staðfesti þær eftir kosningar. Það megi gera með frestun gildistökuákvæða og bera fullunnið verk undir þjóðina. - kóp Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Sjá meira
AlþingiDrög stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá verða ekki borin undir þjóðaratkvæði samhliða forsetakosningum í júní. Slíka kosningu þarf að samþykkja með þriggja mánaða fyrirvara og rann sá frestur út á miðnætti á fimmtudag. Stjórnarliðar saka sjálfstæðismenn um málþóf, en þeir brugðust ókvæða við slíkum ásökunum. Valgerður H. Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ákvörðun um framhaldið verði tekin eftir páska. „Á einhvern hátt, hver sem hann verður, munum við leita samráðs við fólkið í landinu um gerð þessarar stjórnarskrár.“ Álfheiður Ingadóttir, varaformaður nefndarinnar, segir enga uppgjöf í stjórnarmeirihlutanum. „Við lítum á að það sé skýr meirihlutavilji þingsins að leggja þessa tillögu stjórnlagaráðs í þjóðaratkvæði og sérstök álitamál tengd stjórnarskránni, eins og kom fram í samþykkt Alþingis á sérstakri ályktun 22. febrúar.“ Birgir Ármannsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, segist ekki útiloka þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrána. „Við teljum hins vegar að til að bera málið undir atkvæði þjóðar þurfi að vera um að ræða fullmótaðar tillögur sem Alþingi sé búið að vinna í og koma sér saman um og fá fræðilega aðstoð til greiningar. Að því loknu, þegar málið er farið að nálgast endapunkt, er þjóðaratkvæðagreiðsla vissulega möguleiki í okkar huga.“ Birgir segir hins vegar óboðlegt að leggja í þjóðaratkvæði tillögur sem vitað er að muni taka breytingum. Hann vill fara eftir ákvæðum núverandi stjórnarskrár; þingið samþykki breytingar nú, og nýtt þing staðfesti þær eftir kosningar. Það megi gera með frestun gildistökuákvæða og bera fullunnið verk undir þjóðina. - kóp
Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Sjá meira