Tveimur samningsköflum var lokað strax í Brussel 31. mars 2012 08:00 Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands, segist sáttur við framganginn í aðildarviðræðunum við ESB. Tíu samningsköflum hefur nú verið lokað en Stefán sést hér ásamt Þóri Ibsen, sendiherra Íslands í Brussel, heilsa fulltrúa ESB á ríkjaráðstefnunni í gær. Mynd/Ráðherraráð ESB Fjórir samningskaflar voru opnaðir á ríkjaráðstefnu Íslands og ESB í Brussel í gær. Tveimur var lokað samdægurs, um utanríkis-, öryggis- og varnarmál, og um neytendamál og heilsuvernd, en samningaviðræður halda áfram um hina tvo, sem fjalla um samkeppnismál og orkumál. Með því hafa fimmtán kaflar af 33 verið opnaðir og tíu þegar lokað. Í tilkynningu frá ráðherraráði ESB segir meðal annars að yfirlýsing um sérstöðu Íslands sem herlauss lands verði hluti af samningum ef til þess kemur. Einnig er tekið fram að varnarmálastefna ESB muni ekki hafa áhrif á forræði Íslands um mótun og framkvæmd stefnu Íslands í málaflokknum. Varðandi seinni kaflana tvo setti sambandið fram ýmis atriði sem Ísland þarf að framfylgja svo að hægt verði að loka þeim. Meðal annars skal Ísland leggja fram áætlun um hvernig krafa ESB um lágmarksolíubirgðir verði uppfyllt, en í samningsafstöðu Íslands var farið fram á að fá frest til að mæta kröfunum með því að draga úr olíunotkun innanlands í stað þess að auka birgðir. Í tilkynningu á vef utanríkisráðuneytisins kemur fram að í umræðum um orkukaflann hafi ESB staðfest þann skilning Íslands að aðild muni ekki koma til með að hafa áhrif á eignarhald og stjórn landsins yfir eigin auðlindum, og var í því sambandi vísað til ákvæðis þar að lútandi í Lissabonsáttmálanum. Í samkeppnismálum tók ESB fram að þeim kafla mætti loka sýni Ísland fram á „að löggjöf um auðhringi, samruna fyrirtækja og um ríkisaðstoð sé rétt framfylgt“. Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands, sagði í samtali við Fréttablaðið að hann væri almennt sáttur við gengið í viðræðunum þar sem nærri helmingur kaflanna hafi þegar verið opnaður, en hefði þó gjarna vilja sjá fleiri samningsköflum lokað. „Við erum metnaðarfull í okkar vinnu og höfðum sett okkur það markmið á fyrri stigum að hafa fleiri kafla til umfjöllunar á þessum tíma. Aðalatriðið er hins vegar að við viljum vanda til verka en stundum taka hlutirnir lengri tíma en maður vill eða hefði haldið fyrirfram.“ Næsta ríkjaráðstefna verður haldin í lok júní, en Stefán sagðist aðspurður ekki getað svarað því hvaða kaflar verði opnaðir þá. „Það á eftir að koma í ljós hvaða efnisflokkar verða á dagskrá, en við vinnum að því hörðum höndum að þeir verði fleiri en færri.“ Inntur eftir viðbrögðum við ummælum sem Stefan Füle, stækkunarstjóri ESB, lét falla á dögunum, þar sem hann sagðist vonast til þess að allir kaflarnir yrðu opnaðir fyrir árslok svaraði Stefán: „Það er alla vega hvetjandi að heyra slíkt og ég tek undir þessi orð nafna míns.“ thorgils@frettabladid.is Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira
Fjórir samningskaflar voru opnaðir á ríkjaráðstefnu Íslands og ESB í Brussel í gær. Tveimur var lokað samdægurs, um utanríkis-, öryggis- og varnarmál, og um neytendamál og heilsuvernd, en samningaviðræður halda áfram um hina tvo, sem fjalla um samkeppnismál og orkumál. Með því hafa fimmtán kaflar af 33 verið opnaðir og tíu þegar lokað. Í tilkynningu frá ráðherraráði ESB segir meðal annars að yfirlýsing um sérstöðu Íslands sem herlauss lands verði hluti af samningum ef til þess kemur. Einnig er tekið fram að varnarmálastefna ESB muni ekki hafa áhrif á forræði Íslands um mótun og framkvæmd stefnu Íslands í málaflokknum. Varðandi seinni kaflana tvo setti sambandið fram ýmis atriði sem Ísland þarf að framfylgja svo að hægt verði að loka þeim. Meðal annars skal Ísland leggja fram áætlun um hvernig krafa ESB um lágmarksolíubirgðir verði uppfyllt, en í samningsafstöðu Íslands var farið fram á að fá frest til að mæta kröfunum með því að draga úr olíunotkun innanlands í stað þess að auka birgðir. Í tilkynningu á vef utanríkisráðuneytisins kemur fram að í umræðum um orkukaflann hafi ESB staðfest þann skilning Íslands að aðild muni ekki koma til með að hafa áhrif á eignarhald og stjórn landsins yfir eigin auðlindum, og var í því sambandi vísað til ákvæðis þar að lútandi í Lissabonsáttmálanum. Í samkeppnismálum tók ESB fram að þeim kafla mætti loka sýni Ísland fram á „að löggjöf um auðhringi, samruna fyrirtækja og um ríkisaðstoð sé rétt framfylgt“. Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands, sagði í samtali við Fréttablaðið að hann væri almennt sáttur við gengið í viðræðunum þar sem nærri helmingur kaflanna hafi þegar verið opnaður, en hefði þó gjarna vilja sjá fleiri samningsköflum lokað. „Við erum metnaðarfull í okkar vinnu og höfðum sett okkur það markmið á fyrri stigum að hafa fleiri kafla til umfjöllunar á þessum tíma. Aðalatriðið er hins vegar að við viljum vanda til verka en stundum taka hlutirnir lengri tíma en maður vill eða hefði haldið fyrirfram.“ Næsta ríkjaráðstefna verður haldin í lok júní, en Stefán sagðist aðspurður ekki getað svarað því hvaða kaflar verði opnaðir þá. „Það á eftir að koma í ljós hvaða efnisflokkar verða á dagskrá, en við vinnum að því hörðum höndum að þeir verði fleiri en færri.“ Inntur eftir viðbrögðum við ummælum sem Stefan Füle, stækkunarstjóri ESB, lét falla á dögunum, þar sem hann sagðist vonast til þess að allir kaflarnir yrðu opnaðir fyrir árslok svaraði Stefán: „Það er alla vega hvetjandi að heyra slíkt og ég tek undir þessi orð nafna míns.“ thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira