Íslenskt frímerki selt á milljón - frímerkjasöfnun góð fyrir sálina Jónas Margeir Ingólfsson skrifar 31. mars 2012 13:45 Magni R. Magnússon segir það gott fyrir sálina að safna frímerkjum. Mynd / Valgarður Gíslason Íslenskt frímerki var selt fyrir eina milljón króna á uppboði hjá sænsku fyrirtæki í Malmö. Tengiliður fyrirtækisins á Íslandi segir mikla eftirspurn eftir íslenskum frímerkjum í heiminum. Frímerkið sem var selt á dögunum var svokallað ,,í gildi" yfirprentað frímerki frá árinu 1902. Magni R. Magnússon, umboðsmaður uppboðsfyrirtækisins Postiljonen á Íslandi segir fólk því miður hafa rifið mörg frímerki af umslögum í gegnum tíðina en þannig minnki verðmæti frímerkjanna. „En öll frímerkin íslensku sem eru fyrir aldamót á umslögum þau hlaupa á tugum þúsunda og skildingamerkin sem eru fyrstu frímerkin sem komu 1873, ef þú finnur svoleiðis umslag með skildingafrímerki ertu með 2 til 5 milljónir jafnvel þó þú sért með gamalt, jafnvel skítugt umslag." Árið 1876 var svo skipt úr skildingum í aurafrímerki. Aurafrímerkin á umslögum hlaupa á tugum og stundum hundruð þúsunda. Árið 1902 voru frímerkin sem áttu að koma með Kristjáni níunda ekki komin. „Þá var gripið til þess ráðs að yfirprenta auramerkin með framlengingartíma í eitt ár." Merkið sem seldist á eina milljón er eitt þessara frímerkja. Og Magni segir markað fyrir íslensk frímerki. „Sérstaklega á umslögum. Svo er annað sem fólk á að átta sig á. Það er líka verðmæti í gömlum póstkortum, bæði með og án frímerkja." Hann segir kaupendur gjarnan vera ríka einstaklinga sem slappa af í frímerkjum. „Það er mjög hollt að safna frímerkjum. Gott fyrir sálina. Þegar við félagarnir í frímerkjamiðstöðinni vorum á okkar mestu uppgangsárum var stór hópur manna úr heilbrigðisgeiranum og víðar sem voru í miklu stressi á daginn sem safnaði frímerkjum. Þeir sögðu að þetta þetta væri það besta sem þeir gerðu. Þetta hreinsar hugann. Við förum endurnærðir í rúmið," segir Magni að lokum. Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Sjá meira
Íslenskt frímerki var selt fyrir eina milljón króna á uppboði hjá sænsku fyrirtæki í Malmö. Tengiliður fyrirtækisins á Íslandi segir mikla eftirspurn eftir íslenskum frímerkjum í heiminum. Frímerkið sem var selt á dögunum var svokallað ,,í gildi" yfirprentað frímerki frá árinu 1902. Magni R. Magnússon, umboðsmaður uppboðsfyrirtækisins Postiljonen á Íslandi segir fólk því miður hafa rifið mörg frímerki af umslögum í gegnum tíðina en þannig minnki verðmæti frímerkjanna. „En öll frímerkin íslensku sem eru fyrir aldamót á umslögum þau hlaupa á tugum þúsunda og skildingamerkin sem eru fyrstu frímerkin sem komu 1873, ef þú finnur svoleiðis umslag með skildingafrímerki ertu með 2 til 5 milljónir jafnvel þó þú sért með gamalt, jafnvel skítugt umslag." Árið 1876 var svo skipt úr skildingum í aurafrímerki. Aurafrímerkin á umslögum hlaupa á tugum og stundum hundruð þúsunda. Árið 1902 voru frímerkin sem áttu að koma með Kristjáni níunda ekki komin. „Þá var gripið til þess ráðs að yfirprenta auramerkin með framlengingartíma í eitt ár." Merkið sem seldist á eina milljón er eitt þessara frímerkja. Og Magni segir markað fyrir íslensk frímerki. „Sérstaklega á umslögum. Svo er annað sem fólk á að átta sig á. Það er líka verðmæti í gömlum póstkortum, bæði með og án frímerkja." Hann segir kaupendur gjarnan vera ríka einstaklinga sem slappa af í frímerkjum. „Það er mjög hollt að safna frímerkjum. Gott fyrir sálina. Þegar við félagarnir í frímerkjamiðstöðinni vorum á okkar mestu uppgangsárum var stór hópur manna úr heilbrigðisgeiranum og víðar sem voru í miklu stressi á daginn sem safnaði frímerkjum. Þeir sögðu að þetta þetta væri það besta sem þeir gerðu. Þetta hreinsar hugann. Við förum endurnærðir í rúmið," segir Magni að lokum.
Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Sjá meira