Innlent

Forsetaframbjóðendur þurfa að skila fyrir 25. maí

Kjörtímabil forseta Íslands rennur út 31. júlí 2012 og ljóst er að kosningar fara fram laugardaginn 30. júní. Auk Ólafs Ragnar Grímssonar hafa fjórir lýst yfir framboði og rætt hefur verið um nokkra til viðbótar sem hyggi mögulega á framboð.

Þeir sem ætla að hella sér í slaginn þurfa að skila inn framboðum til innanríkisráðuneytisins fyrir miðnætti föstudaginn 25. maí, að því er fram kemur í tilkynningu frá innanríkisráðuneyti. Framboðunum skal fylgja samþykki forsetaefnis, nægilegur fjöldi meðmælenda sem vottaður skal af viðkomandi yfirkjörstjórn um að meðmælendurnir séu kosningarbærir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×