Innlent

Flugvél frá Nasa á Íslandi

Verkefnið mun styðja við rannsóknir á loftslagsbreytingum með þróun betri aðferða við að mæla bráðnun heimskautaíss.
Verkefnið mun styðja við rannsóknir á loftslagsbreytingum með þróun betri aðferða við að mæla bráðnun heimskautaíss.
Rannsóknarflugvél frá Nasa lendir hér á landi í dag og dvelur í mánuð. Verkefnið mun styðja við rannsóknir á loftslagsbreytingum með þróun betri aðferða við að mæla bráðnun heimskautaíss.

Flugvélin er sérhönnuð til að fljúga í mikilli hæð og útbúin fullkomnum mælitækjum. Hún á að sinna rannsóknum yfir Grænlandi, en markmiðið er að mæla nákvæmni nýlega þróaðs mælitækis.

Mælingarnar eru hluti af þróun sambærilegs mælitækis sem verður í gervihnetti sem á að fylgjast með umhverfis- og loftslagsbreytingum. Gervihnettinum að koma á loft árið 2016.- þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×