Erlent

Tónelskandi gengi svindlaði á iTunes

Höfundalaunin numu rúmlega 500.000 pundum en það samsvarar rúmlega 100 milljónum króna.
Höfundalaunin numu rúmlega 500.000 pundum en það samsvarar rúmlega 100 milljónum króna. mynd/AFP
Nokkrir klíkumeðlimir hafa verið fundnir sekir um fjársvik eftir að upp komst um svikamyllu þeirra á vefverslununum iTunes og Amazon. Mennirnir notuðu stolin kreditkort til að fjárfesta í eigin tónlist og uppskáru í kjölfarið rúmlega 500.000 pund í höfundalaun.

Fimm meðlimir klíkunnar voru dæmdir í fangelsi fyrir athæfið á meðan einn hlaut skilorðsbundinn dóm.

Mennirnir nýttu sér glufu í reglugerðum verslananna. Þeir hlóðu inn eigin tónlist og greiddu fyrir það lágt gjald. Þeir fjárfestu síðan ítrekað í lögunum.

Þeir notuðust við þúsundir kreditkortaupplýsinga sem þeir höfðu stolið og takmörkuðu kaupin við 10 pund á hvert kort.

Starfsmenn iTunes tóku fljótlega eftir því að verslunin var að greiða afar há höfundalaun til lítt þekktra tónlistarmanna. Stuttu eftir það voru mennirnir handteknir.

Höfundalaunin numu rúmlega 500.000 pundum en það samsvarar rúmlega 100 milljónum króna.

Mennirnir voru með hærri höfundalaun en Madonna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×