Fleiri fréttir Birgitta, Chomsky og Wolf stefna Bandaríkjastjórn Birgitta Jónsdóttir þingkona hefur, ásamt sex öðrum, stefnt bandarískum stjórnvöldum fyrir rétt í New York vegna nýrra laga þar í landi sem hópurinn segir að gefi Bandaríkjaher heimild til að handtaka almenna borgara hvar sem er í heiminum og hneppa þá í varðhald án dóms og laga. Lögunum er ætlað að efla Bandaríkjamenn í baráttunni við hryðjuverk en hópurinn, sem auk Birgittu telur heimsfræga einstaklinga á borð við Noam Chomsky og rithöfundinn Naomi Wolf, segir að nú séu friðsamir mótmælendur, rithöfundar og háskólamenn í hættu á að verða settir í varðhald. 30.3.2012 11:04 Berlínarbúar í uppnámi vegna nauðgana á 8 ára skólastúlkum Íbúar í Berlín eru í miklu uppnámi þessa dagana því á undanförnum vikum hefur þremur 8 ára skólastúlkum verið nauðgað eða tilraun gerð til að nauðga þeim í þremur grunnskólum í borginni. 30.3.2012 11:04 Ný keðja frá H&M 2013 Sænski verslanarisinn Hennes & Mauritz hefur tilkynnt að hann ætli sér að opna nýja keðju árið 2013. 30.3.2012 11:00 Útgefnum vegabréfum fjölgaði um 35% milli ára Í febrúar s.l. voru gefin út 3.374 íslensk vegabréf. Til samanburðar voru gefin út 2.495 vegabréf í febrúar í fyrra. Fjölgar því útgefnum vegabréfum um 35,2 % milli ára. 30.3.2012 09:41 Íslenska pylsan til Svíþjóðar "Eftir Svarta dauða kemur SS-pylsan“, svo hljóðar fyrirsögn er birtist í Aftonbladet í vikunni. Fréttin segir frá áætlunum Sláturfélags Suðurlands um að hefja innflutning á íslenskum pylsum til Svíþjóðar. 30.3.2012 09:00 Grjótskriða lokar veginum um Skarðsströnd Grjótskriða hefur fallið á þjóðveginn um Skarðsströnd, eða í Fagradalshlíð á milli Tjaldaness og Fagradals. Vegurinn er lokaður af þessum sökum. 30.3.2012 08:59 Allir kaflarnir verði opnaðir fyrir árslok Stefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins (ESB), vonast til þess að búið verði að opna alla samningskafla í aðildarviðræðum við Ísland fyrir árslok. Füle lét þessi orð falla á fundi með íslenskum blaðamönnum í Brussel í gær, í aðdraganda fjórðu ríkjaráðstefnu Íslands og ESB sem fer fram í dag. 30.3.2012 08:00 Nýtt met, hitinn mældist 20,5 gráður á Kvískerjum Nýtt hitamet í mars var slegið í gær , svo um munaði, þegar hiti á Veðurstofumæli fór upp í 20,5 gráðu á Kvískerjum, sunnan Vatnajökuls. 30.3.2012 07:06 George Bush eldri styður Mitt Romney Þungaviktarmenn í Repúblikanaflokknum keppast nú við að lýsa yfir stuðningi sínum við Mitt Romney sem næsta forsetaefni flokksins. 30.3.2012 07:02 Aldraðir 37 prósent greiðenda auðlegðarskatts Alls 37% þeirra sem greiða auðlegðarskatt eru yfir 65 ára aldri. Þá er rúmur fimmtungur greiðenda yfir 75 ára aldri. Einungis 11% eru undir 45 ára aldri. Þetta var meðal þess sem kom fram á málþingi VÍB, eignastýringarþjónustu Íslandsbanka, um auðlegðarskattinn í Hörpu í gær. 30.3.2012 07:00 Ekki farið eftir ákvæðum um hvíldartíma á Alþingi Umræðan á Alþingi í gær, sem stóð til miðnættis, var þriðja umræðan í röð sem staðið hefur fram eftir öllu og jafnvel fram á nótt. 30.3.2012 06:59 Stjórnvöld á Spáni tilkynna niðurskurð í dag Stjórnvöld á Spáni munu tilkynna í dag niðurskurðar og hagræðingaráform sín en reiknað er með að um verði að ræða mesta niðurskurð á fjárlögum landsins á seinni tímum. 30.3.2012 06:55 Þrír á slysadeild eftir harðan árekstur í nótt Þrír voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur tveggja fólksbíla á gangamótum Búsaðavegar og Reykjanesbrautar laust fyrir klukkan eitt í nótt. 30.3.2012 06:50 Franska lögreglan handtekur 20 islamista Franska lögreglan hefur handtekið 20 íslamista í borginni Toulouse og nágrenni hennar. 30.3.2012 06:47 Allt að 50.000 ólöglegir innflytjendur í Danmörku Danska lögreglan telur að allt að 50.000 ólöglegir innflytjendur séu í Danmörku, það er fólk sem komið hefur til landsins á fölskum skilríkjum. 30.3.2012 06:45 Meirihluti Dana vill ekki taka upp evruna Mikill meirihluti Dana myndi hafna upptöku evrunnar ef kosið yrði um málið í dag. 30.3.2012 06:43 Putin endurvekur verkamann ársins í Rússlandi Valdimir Putin forseti Rússlands hefur ákveðið að endurvekja þann sið frá Sovétríkunum sálugu að heiðra bestu verkamann landsins með sérstökum verðlaunum. 30.3.2012 06:37 Mikil óvissa ríkir um framtíð ættleiðinga - fréttaskýring Íslensk ættleiðing (ÍÆ) getur ekki sinnt lögbundnu hlutverki sínu með núverandi framlagi ríkisins. Í fjárlögum 2012 er upphæðin 9,2 milljónir króna. 30.3.2012 06:30 Þjóðaratkvæðagreiðslan blásin af á Alþingi Ekkert verður af þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskránni, sem að efna átti til samhliða forsetakosningum þrítugasta júní. 30.3.2012 06:09 Áhrif veiðigjalds verði rannsökuð sjávarútvegur Umtalsverðar breytingar til batnaðar hafa verið gerðar á frumvarpi um fiskveiðistjórnun frá því frumvarpi sem Jón Bjarnason, þáverandi ráðherra sjávarútvegsmála, lagði fram vorið 2011, að mati Daða Más Kristóferssonar hagfræðings. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið bað Daða og Þórodd Bjarnason félagsfræðing að vinna greinargerð um frumvarpið. 30.3.2012 06:00 Best að þeir borgi sem njóti Fjöldi ferðamanna á Íslandi hefur nærri sjöfaldast á þrjátíu árum og enn er stefnt að því að fjölga þeim. Er svigrúm til þess? Ræður Ísland við fleiri gesti? 30.3.2012 05:00 Efast um skilning Seðlabankans „Hjá Samherja hefur í einu og öllu verið farið að lögum hvort sem það varðar gjaldeyrisviðskipti eða önnur málefni,“ segir í yfirlýsingu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, vegna húsleitar hjá fyrirtækinu á vegum Seðlabankans. 30.3.2012 00:01 Krabbamein eykst Krabbamein í munni hefur aukist í Bretlandi að undanförnu. Á þessu ári hafa 6.200 manns greinst með meinið og eru tveir þriðjungar af því karlmenn samkvæmt tölum frá rannsóknarstöð krabbameins í Bretlandi. Til samanburðar greindust 4.400 manns með meinið fyrir áratug síðan. 30.3.2012 00:00 Sjóða egg upp úr þvagi þegar vora tekur Íbúar í kínversku borginni Dongyang fagna vorinu með heldur undarlegum hætti. Egg sem soðin eru í þvagi ungra pilta eru nauðsynlegur liður í vorfögnuði borgarbúanna. 29.3.2012 23:30 Lúðvík Geirsson segir málþóf á þingi: "Verði þeim að góðu“ "Nú eru rétt rúmar tvær klukkustundir til miðnættis og Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að hertaka ræðustól Alþingis næstu tvær klukkustundirnar í það minnsta, eins og reyndin hefur verið meira og minna í allan dag,“ skrifaði Lúðvík Geirsson, þingmaður Samfylkingarinnar, á Facebook-síðu sína klukkan tíu í kvöld þar sem hann gagnrýnir Sjálfstæðisflokkinn og sakar þingmenn flokksins um málþóf þar sem tekist er á um hvort bera eigi drög stjórnlagaráðs undir þjóðaratkvæði samhliða forsetakosningunum. 29.3.2012 23:07 Stjörnufræðingar birta gagnvirkt kort af Vetrarbrautinni Síðustu tíu ár hafa breskir vísindamenn beint sjónaukum sínum að þéttasta fleti Vetrarbrautarinnar. Eftir að hafa unnið úr rannsóknargögnum sínum hafa vísindamennirnir nú birt risavaxna mynd af vetrarbrautinni okkar. 29.3.2012 23:00 Fátt sem bendir til að atkvæði verði greidd fyrir miðnætti Fimm eru eftir á mælendaskrá Alþingis þegar þetta var skrifað en þar er núna tekist á um hvort bera eigi drög stjórnlagaráðs undir þjóðaratkvæði samhliða forsetakosningunum. Þingfundur hófst klukkan 10.30 í morgun með umræðum um störf þingsins, en síðan tók stjórnarskrármálið við. 29.3.2012 22:44 Eitt fallegasta málverk Leonardo da Vinci opinberað á ný Síðustu 18 mánuði hafa listfræðingar unnið að viðgerð eins frægasta málverks Leonardo da Vinci. Verkið var loks opinberað í Louvre safninu í París í dag við mikinn fögnuð listunnenda. 29.3.2012 22:00 Þorsteinn hafnar ásökunum um að selja karfa á undirverði Þorsteinn Már Baldvinsson neitaði öllum ásökunum um að selja karfa á undirverði til dótturfyrirtækis Samherja eins og fram hefur komið í Kastljósi. Þorsteinn var í viðtali við Kastljósi í kvöld þar sem hann benti á að verð á karfa á fiskimörkuðum væru ekki í samræmi við tölur Fiskistofu. 29.3.2012 21:30 Átján manns hefðu lifað umferðarslys af hefðu þeir notað beltin Talið er að á árunum 2005 til 2010 hafi átján manns látið lífið í umferðinni á Íslandi sem rannsóknarnefnd umferðarslysa telur að hefðu lifað slysin af, hefðu þeir notað bílbeltin. Þetta kemur meðal annars fram í athyglisverðu viðtali sem Reykjavík síðdegis tók við stjórnarmann FÍB, Ólaf Guðmundsson, sem segir umferðarslys stefna í að verða stærsti heilbrigðisvandi veraldar. 29.3.2012 21:00 Guðmundur Þorlákur með fallegustu mottuna Skegg margra íslenskra karlmanna fá væntanlega að fjúka í kvöld nú þegar Mottumars, fjáröflunar og árvekniátaki Krabbameinsfélagsins er lokið. Alls söfnuðust tuttugu og níu milljónir króna í áheitum og var haldið upp á árangurinn í Þjóðleikhúskjallaranum um klukkan sex í kvöld. 29.3.2012 20:30 Vonast til að Bandaríkjamenn setji varabirgðir á markað "Já, það er regla, grunnregla á markaði, að þegar krónan veikist fer olían upp og svo í hina áttina þegar verð á olíunni fer niður,“ segir Magnús Ásgeirsson, innkaupastjóri hjá N1, þegar hann fór yfir hátt verð á olíu og ástæðum þess. 29.3.2012 19:58 Ekkert samkomulag um að ljúka umræðum fyrir miðnætti Ekkert samkomulag liggur fyrir á Alþingi um að ljúka umræðum um stjórnarskrárrmálið fyrir miðnætti. Að óbreyttu verður því ekki hægt að efna til ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningum í sumar. 29.3.2012 19:30 Al-Thani yfirheyrður í London fyrir jól Sjeik Al -Thani var yfirheyrðu af embætti sérstaks saksóknara í London þann 7. október síðastliðinn, samkvæmt heimildum fréttastofu. Er sá vitnisburður hluti af gögnum í sakamáli gegn Ólafi Ólafssyni, oft kenndur við Samskip, Magnúsi Guðmundssyni, Hreiðari Má Sigurðssyni og Sigurði Einarssyni. 29.3.2012 19:06 Félagið Kolvetni stofnað um olíuvinnslu á Drekanum Aðaleigandi BYKO, Verkfræðistofan Mannvit og helsti sérfræðingur Norðmanna um Jan Mayen-hrygginn eru meðal stofnenda íslensks olíuleitarfélags sem ætlar að sækja um Drekasvæðið í samstarfi við fjársterkt erlent olíufélag. Markmiðið er að byggja upp íslenskan olíuiðnað. Kolvetni var skráð sem einkahlutafélag í dag um olíuleit og vinnslu. 29.3.2012 18:35 Eldri borgarar ósáttir við auðlegðarskatt Óánægju gætir meðal margra eldri borgara með auðlegðarskattinn, en ríflega þriðjungur þeirra sem greiðir skattinn er í þeim hópi. Ísak Sigurðsson, eldri borgari, segir skattinn ósanngjarnann fyrir stóran hóp, sem eigi lítið annað en húsnæði. Helgi Hjörvar segir skattinn óhjákvæmilegt, tímabundið neyðarúrræði. 29.3.2012 18:30 Tvö og hálft ár fyrir frelsissviptingu Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Kristmundi Sigurðssyni sem var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á síðasta ári fyrir fjölmörg brot, meðal annars frelsissviptingu. 29.3.2012 17:24 Handrukkari hótaði bræðrum með keðjusög Karlmaður á Akureyri situr nú í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa framið fjölmörg brot á Akureyri. Hæstiréttur Íslands staðfesti gæsluvarðhaldsdúrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra í dag. 29.3.2012 16:49 Verkfallið ólögmætt Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu í dag að boðað verkfall flugliða hjá Iceland Express semhefjast átti á miðnætti í nótt, sé ólögmætt. Ekki kemur því til vinnustöðvunar flugliða og engin röskun verður á flugi Iceland Express á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Iceland Express. 29.3.2012 16:43 Aftökum fjölgaði á síðasta ári Í nýrri ársskýrslu mannréttindasamtakanna Amnesty International um dauðarefsingar kemur fram að 676 manns hafi verið teknir af lífi á síðasta ári. 29.3.2012 16:50 Mottumars lýkur síðdegis Mottumars, árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands lýkur klukkan korter í sex í dag. Búið er að safna rúmum tuttugu og sex milljónum króna á vefsíðunni, mottumars.is en að sögn Ragnhildar Haraldsdóttur, forseta Krabbameinsfélagsins, á sú upphæð eftir að hækka þegar ágóði af sölu á varningi tengdum átakinu bætist við. 29.3.2012 15:55 Sakar ákæruvaldið um misbeitingu valds Ólafur Ólafsson, einn af aðaleigendum Kaupþings, segir að verið sé að misbeita valdi með ákærum gegn sér í svokölluðu al-Thani máli. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 29.3.2012 14:55 Merah á að hvíla í Frakklandi segir Sarkozy Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, sagði fyrir stuttu að fjöldamorðinginn Mohamed Merah ætti að fá að hvíla í Frakklandi. 29.3.2012 16:03 Jarðarför Merah frestað Borgarstjórinn í Toulouse í Frakklandi hefur farið fram á að jarðarför fjöldamorðingjans Mohamed Merah verði frestað. Til stóð að jarða Merah í dag en yfirvöld í borginni telja útförina ekki vera viðeigandi. 29.3.2012 14:25 Hitametið fallið Sextíu og fjögurra ára gamalt hitamet fyrir marsmánuð féll í morgun þegar hitinn á Kvískerjum í Öræfum mældist 18,6 gráður fyrir hádegi í morgun. Fyrra metið er frá árinu 1948 en þá fór hiti í 18,3 gráður á Sandi í Aðaldal. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er mjög heitt á suðausturlandi í dag. Á Höfn í Hornafirði fór hitinn upp fyrir 18 gráður og einnig á Teigarhorni í Berufirði. 29.3.2012 14:16 Sjá næstu 50 fréttir
Birgitta, Chomsky og Wolf stefna Bandaríkjastjórn Birgitta Jónsdóttir þingkona hefur, ásamt sex öðrum, stefnt bandarískum stjórnvöldum fyrir rétt í New York vegna nýrra laga þar í landi sem hópurinn segir að gefi Bandaríkjaher heimild til að handtaka almenna borgara hvar sem er í heiminum og hneppa þá í varðhald án dóms og laga. Lögunum er ætlað að efla Bandaríkjamenn í baráttunni við hryðjuverk en hópurinn, sem auk Birgittu telur heimsfræga einstaklinga á borð við Noam Chomsky og rithöfundinn Naomi Wolf, segir að nú séu friðsamir mótmælendur, rithöfundar og háskólamenn í hættu á að verða settir í varðhald. 30.3.2012 11:04
Berlínarbúar í uppnámi vegna nauðgana á 8 ára skólastúlkum Íbúar í Berlín eru í miklu uppnámi þessa dagana því á undanförnum vikum hefur þremur 8 ára skólastúlkum verið nauðgað eða tilraun gerð til að nauðga þeim í þremur grunnskólum í borginni. 30.3.2012 11:04
Ný keðja frá H&M 2013 Sænski verslanarisinn Hennes & Mauritz hefur tilkynnt að hann ætli sér að opna nýja keðju árið 2013. 30.3.2012 11:00
Útgefnum vegabréfum fjölgaði um 35% milli ára Í febrúar s.l. voru gefin út 3.374 íslensk vegabréf. Til samanburðar voru gefin út 2.495 vegabréf í febrúar í fyrra. Fjölgar því útgefnum vegabréfum um 35,2 % milli ára. 30.3.2012 09:41
Íslenska pylsan til Svíþjóðar "Eftir Svarta dauða kemur SS-pylsan“, svo hljóðar fyrirsögn er birtist í Aftonbladet í vikunni. Fréttin segir frá áætlunum Sláturfélags Suðurlands um að hefja innflutning á íslenskum pylsum til Svíþjóðar. 30.3.2012 09:00
Grjótskriða lokar veginum um Skarðsströnd Grjótskriða hefur fallið á þjóðveginn um Skarðsströnd, eða í Fagradalshlíð á milli Tjaldaness og Fagradals. Vegurinn er lokaður af þessum sökum. 30.3.2012 08:59
Allir kaflarnir verði opnaðir fyrir árslok Stefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins (ESB), vonast til þess að búið verði að opna alla samningskafla í aðildarviðræðum við Ísland fyrir árslok. Füle lét þessi orð falla á fundi með íslenskum blaðamönnum í Brussel í gær, í aðdraganda fjórðu ríkjaráðstefnu Íslands og ESB sem fer fram í dag. 30.3.2012 08:00
Nýtt met, hitinn mældist 20,5 gráður á Kvískerjum Nýtt hitamet í mars var slegið í gær , svo um munaði, þegar hiti á Veðurstofumæli fór upp í 20,5 gráðu á Kvískerjum, sunnan Vatnajökuls. 30.3.2012 07:06
George Bush eldri styður Mitt Romney Þungaviktarmenn í Repúblikanaflokknum keppast nú við að lýsa yfir stuðningi sínum við Mitt Romney sem næsta forsetaefni flokksins. 30.3.2012 07:02
Aldraðir 37 prósent greiðenda auðlegðarskatts Alls 37% þeirra sem greiða auðlegðarskatt eru yfir 65 ára aldri. Þá er rúmur fimmtungur greiðenda yfir 75 ára aldri. Einungis 11% eru undir 45 ára aldri. Þetta var meðal þess sem kom fram á málþingi VÍB, eignastýringarþjónustu Íslandsbanka, um auðlegðarskattinn í Hörpu í gær. 30.3.2012 07:00
Ekki farið eftir ákvæðum um hvíldartíma á Alþingi Umræðan á Alþingi í gær, sem stóð til miðnættis, var þriðja umræðan í röð sem staðið hefur fram eftir öllu og jafnvel fram á nótt. 30.3.2012 06:59
Stjórnvöld á Spáni tilkynna niðurskurð í dag Stjórnvöld á Spáni munu tilkynna í dag niðurskurðar og hagræðingaráform sín en reiknað er með að um verði að ræða mesta niðurskurð á fjárlögum landsins á seinni tímum. 30.3.2012 06:55
Þrír á slysadeild eftir harðan árekstur í nótt Þrír voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur tveggja fólksbíla á gangamótum Búsaðavegar og Reykjanesbrautar laust fyrir klukkan eitt í nótt. 30.3.2012 06:50
Franska lögreglan handtekur 20 islamista Franska lögreglan hefur handtekið 20 íslamista í borginni Toulouse og nágrenni hennar. 30.3.2012 06:47
Allt að 50.000 ólöglegir innflytjendur í Danmörku Danska lögreglan telur að allt að 50.000 ólöglegir innflytjendur séu í Danmörku, það er fólk sem komið hefur til landsins á fölskum skilríkjum. 30.3.2012 06:45
Meirihluti Dana vill ekki taka upp evruna Mikill meirihluti Dana myndi hafna upptöku evrunnar ef kosið yrði um málið í dag. 30.3.2012 06:43
Putin endurvekur verkamann ársins í Rússlandi Valdimir Putin forseti Rússlands hefur ákveðið að endurvekja þann sið frá Sovétríkunum sálugu að heiðra bestu verkamann landsins með sérstökum verðlaunum. 30.3.2012 06:37
Mikil óvissa ríkir um framtíð ættleiðinga - fréttaskýring Íslensk ættleiðing (ÍÆ) getur ekki sinnt lögbundnu hlutverki sínu með núverandi framlagi ríkisins. Í fjárlögum 2012 er upphæðin 9,2 milljónir króna. 30.3.2012 06:30
Þjóðaratkvæðagreiðslan blásin af á Alþingi Ekkert verður af þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskránni, sem að efna átti til samhliða forsetakosningum þrítugasta júní. 30.3.2012 06:09
Áhrif veiðigjalds verði rannsökuð sjávarútvegur Umtalsverðar breytingar til batnaðar hafa verið gerðar á frumvarpi um fiskveiðistjórnun frá því frumvarpi sem Jón Bjarnason, þáverandi ráðherra sjávarútvegsmála, lagði fram vorið 2011, að mati Daða Más Kristóferssonar hagfræðings. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið bað Daða og Þórodd Bjarnason félagsfræðing að vinna greinargerð um frumvarpið. 30.3.2012 06:00
Best að þeir borgi sem njóti Fjöldi ferðamanna á Íslandi hefur nærri sjöfaldast á þrjátíu árum og enn er stefnt að því að fjölga þeim. Er svigrúm til þess? Ræður Ísland við fleiri gesti? 30.3.2012 05:00
Efast um skilning Seðlabankans „Hjá Samherja hefur í einu og öllu verið farið að lögum hvort sem það varðar gjaldeyrisviðskipti eða önnur málefni,“ segir í yfirlýsingu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, vegna húsleitar hjá fyrirtækinu á vegum Seðlabankans. 30.3.2012 00:01
Krabbamein eykst Krabbamein í munni hefur aukist í Bretlandi að undanförnu. Á þessu ári hafa 6.200 manns greinst með meinið og eru tveir þriðjungar af því karlmenn samkvæmt tölum frá rannsóknarstöð krabbameins í Bretlandi. Til samanburðar greindust 4.400 manns með meinið fyrir áratug síðan. 30.3.2012 00:00
Sjóða egg upp úr þvagi þegar vora tekur Íbúar í kínversku borginni Dongyang fagna vorinu með heldur undarlegum hætti. Egg sem soðin eru í þvagi ungra pilta eru nauðsynlegur liður í vorfögnuði borgarbúanna. 29.3.2012 23:30
Lúðvík Geirsson segir málþóf á þingi: "Verði þeim að góðu“ "Nú eru rétt rúmar tvær klukkustundir til miðnættis og Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að hertaka ræðustól Alþingis næstu tvær klukkustundirnar í það minnsta, eins og reyndin hefur verið meira og minna í allan dag,“ skrifaði Lúðvík Geirsson, þingmaður Samfylkingarinnar, á Facebook-síðu sína klukkan tíu í kvöld þar sem hann gagnrýnir Sjálfstæðisflokkinn og sakar þingmenn flokksins um málþóf þar sem tekist er á um hvort bera eigi drög stjórnlagaráðs undir þjóðaratkvæði samhliða forsetakosningunum. 29.3.2012 23:07
Stjörnufræðingar birta gagnvirkt kort af Vetrarbrautinni Síðustu tíu ár hafa breskir vísindamenn beint sjónaukum sínum að þéttasta fleti Vetrarbrautarinnar. Eftir að hafa unnið úr rannsóknargögnum sínum hafa vísindamennirnir nú birt risavaxna mynd af vetrarbrautinni okkar. 29.3.2012 23:00
Fátt sem bendir til að atkvæði verði greidd fyrir miðnætti Fimm eru eftir á mælendaskrá Alþingis þegar þetta var skrifað en þar er núna tekist á um hvort bera eigi drög stjórnlagaráðs undir þjóðaratkvæði samhliða forsetakosningunum. Þingfundur hófst klukkan 10.30 í morgun með umræðum um störf þingsins, en síðan tók stjórnarskrármálið við. 29.3.2012 22:44
Eitt fallegasta málverk Leonardo da Vinci opinberað á ný Síðustu 18 mánuði hafa listfræðingar unnið að viðgerð eins frægasta málverks Leonardo da Vinci. Verkið var loks opinberað í Louvre safninu í París í dag við mikinn fögnuð listunnenda. 29.3.2012 22:00
Þorsteinn hafnar ásökunum um að selja karfa á undirverði Þorsteinn Már Baldvinsson neitaði öllum ásökunum um að selja karfa á undirverði til dótturfyrirtækis Samherja eins og fram hefur komið í Kastljósi. Þorsteinn var í viðtali við Kastljósi í kvöld þar sem hann benti á að verð á karfa á fiskimörkuðum væru ekki í samræmi við tölur Fiskistofu. 29.3.2012 21:30
Átján manns hefðu lifað umferðarslys af hefðu þeir notað beltin Talið er að á árunum 2005 til 2010 hafi átján manns látið lífið í umferðinni á Íslandi sem rannsóknarnefnd umferðarslysa telur að hefðu lifað slysin af, hefðu þeir notað bílbeltin. Þetta kemur meðal annars fram í athyglisverðu viðtali sem Reykjavík síðdegis tók við stjórnarmann FÍB, Ólaf Guðmundsson, sem segir umferðarslys stefna í að verða stærsti heilbrigðisvandi veraldar. 29.3.2012 21:00
Guðmundur Þorlákur með fallegustu mottuna Skegg margra íslenskra karlmanna fá væntanlega að fjúka í kvöld nú þegar Mottumars, fjáröflunar og árvekniátaki Krabbameinsfélagsins er lokið. Alls söfnuðust tuttugu og níu milljónir króna í áheitum og var haldið upp á árangurinn í Þjóðleikhúskjallaranum um klukkan sex í kvöld. 29.3.2012 20:30
Vonast til að Bandaríkjamenn setji varabirgðir á markað "Já, það er regla, grunnregla á markaði, að þegar krónan veikist fer olían upp og svo í hina áttina þegar verð á olíunni fer niður,“ segir Magnús Ásgeirsson, innkaupastjóri hjá N1, þegar hann fór yfir hátt verð á olíu og ástæðum þess. 29.3.2012 19:58
Ekkert samkomulag um að ljúka umræðum fyrir miðnætti Ekkert samkomulag liggur fyrir á Alþingi um að ljúka umræðum um stjórnarskrárrmálið fyrir miðnætti. Að óbreyttu verður því ekki hægt að efna til ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningum í sumar. 29.3.2012 19:30
Al-Thani yfirheyrður í London fyrir jól Sjeik Al -Thani var yfirheyrðu af embætti sérstaks saksóknara í London þann 7. október síðastliðinn, samkvæmt heimildum fréttastofu. Er sá vitnisburður hluti af gögnum í sakamáli gegn Ólafi Ólafssyni, oft kenndur við Samskip, Magnúsi Guðmundssyni, Hreiðari Má Sigurðssyni og Sigurði Einarssyni. 29.3.2012 19:06
Félagið Kolvetni stofnað um olíuvinnslu á Drekanum Aðaleigandi BYKO, Verkfræðistofan Mannvit og helsti sérfræðingur Norðmanna um Jan Mayen-hrygginn eru meðal stofnenda íslensks olíuleitarfélags sem ætlar að sækja um Drekasvæðið í samstarfi við fjársterkt erlent olíufélag. Markmiðið er að byggja upp íslenskan olíuiðnað. Kolvetni var skráð sem einkahlutafélag í dag um olíuleit og vinnslu. 29.3.2012 18:35
Eldri borgarar ósáttir við auðlegðarskatt Óánægju gætir meðal margra eldri borgara með auðlegðarskattinn, en ríflega þriðjungur þeirra sem greiðir skattinn er í þeim hópi. Ísak Sigurðsson, eldri borgari, segir skattinn ósanngjarnann fyrir stóran hóp, sem eigi lítið annað en húsnæði. Helgi Hjörvar segir skattinn óhjákvæmilegt, tímabundið neyðarúrræði. 29.3.2012 18:30
Tvö og hálft ár fyrir frelsissviptingu Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Kristmundi Sigurðssyni sem var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á síðasta ári fyrir fjölmörg brot, meðal annars frelsissviptingu. 29.3.2012 17:24
Handrukkari hótaði bræðrum með keðjusög Karlmaður á Akureyri situr nú í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa framið fjölmörg brot á Akureyri. Hæstiréttur Íslands staðfesti gæsluvarðhaldsdúrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra í dag. 29.3.2012 16:49
Verkfallið ólögmætt Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu í dag að boðað verkfall flugliða hjá Iceland Express semhefjast átti á miðnætti í nótt, sé ólögmætt. Ekki kemur því til vinnustöðvunar flugliða og engin röskun verður á flugi Iceland Express á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Iceland Express. 29.3.2012 16:43
Aftökum fjölgaði á síðasta ári Í nýrri ársskýrslu mannréttindasamtakanna Amnesty International um dauðarefsingar kemur fram að 676 manns hafi verið teknir af lífi á síðasta ári. 29.3.2012 16:50
Mottumars lýkur síðdegis Mottumars, árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands lýkur klukkan korter í sex í dag. Búið er að safna rúmum tuttugu og sex milljónum króna á vefsíðunni, mottumars.is en að sögn Ragnhildar Haraldsdóttur, forseta Krabbameinsfélagsins, á sú upphæð eftir að hækka þegar ágóði af sölu á varningi tengdum átakinu bætist við. 29.3.2012 15:55
Sakar ákæruvaldið um misbeitingu valds Ólafur Ólafsson, einn af aðaleigendum Kaupþings, segir að verið sé að misbeita valdi með ákærum gegn sér í svokölluðu al-Thani máli. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 29.3.2012 14:55
Merah á að hvíla í Frakklandi segir Sarkozy Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, sagði fyrir stuttu að fjöldamorðinginn Mohamed Merah ætti að fá að hvíla í Frakklandi. 29.3.2012 16:03
Jarðarför Merah frestað Borgarstjórinn í Toulouse í Frakklandi hefur farið fram á að jarðarför fjöldamorðingjans Mohamed Merah verði frestað. Til stóð að jarða Merah í dag en yfirvöld í borginni telja útförina ekki vera viðeigandi. 29.3.2012 14:25
Hitametið fallið Sextíu og fjögurra ára gamalt hitamet fyrir marsmánuð féll í morgun þegar hitinn á Kvískerjum í Öræfum mældist 18,6 gráður fyrir hádegi í morgun. Fyrra metið er frá árinu 1948 en þá fór hiti í 18,3 gráður á Sandi í Aðaldal. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er mjög heitt á suðausturlandi í dag. Á Höfn í Hornafirði fór hitinn upp fyrir 18 gráður og einnig á Teigarhorni í Berufirði. 29.3.2012 14:16