Erlent

Ellefu létust í mannskæðu hryðjuverki í Tælandi

Hermenn í Tælandi.
Hermenn í Tælandi.
Ellefu létust og 110 slösuðust í bílasprengjum í borginni Yala í suðurhluta Tælands í dag. Herskáir múslimar eru grunaðir um verknaðinn en sprengjurnar voru staðsettar á fjölförnum verslunargötum. Sprengjurnar sprungu með 20 mínútna millibili.

Þetta er mannskæðasta hryðjuverk í Tælandi í áraraðir en alls hafa fimm þúsund látist í skærum herskárra múslima í landinu síðan árið 2004. Árásirnar hafa helst verið í þremur héruðum í suðurhluta Tælands sem var múslímskt ríki þar til snemma á síðustu öld. Skæruliðarnir eru taldi berjast fyrir sjálfstæðu múslímsku ríki.

Árásirnar áttu sér stað á götum sem áður var vandlega gætt af vopnuðu herliði stjórnvalda. Þeirri öryggisráðstöfun var aflétt á síðasta ári þar sem verslunareigendur héldu því fram að viðvera varðanna hefðu skaðleg áhrif á verslunarrekstur sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×