Innlent

Moska reyndist helmingi of lítil

Lóð ætluð Félagi múslima á Íslandi.
Lóð ætluð Félagi múslima á Íslandi.
Byggingarmagn sem ætlað var fyrir mosku og safnaðarheimili Félags múslima í Sogamýri reyndist helmingi minna en áður var gert ráð fyrir að félagið fengi. Samkvæmt lýsingu sem unnin var í fyrra á byggingin að vera 400 fermetrar. Guðjón Magnússon arkitekt, sem unnið hefur þarfagreiningu fyrir Félag múslima, segir hins vegar nauðsynlegt að bygggingin verði á bilinu 800 til 1.000 fermetrar. Það sé svipað og gerist með meðalsóknarkirkjur, eins og til dæmis Guðríðarkirkju í Grafarholti. Er málið var í kynningu barst athugasemd frá einum íbúa úr Vogahverfinu. Hann vill halda Sogamýri sem útivistasvæði. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×