Innlent

Stal frá starfsfólki 10-11

Óprúttinn þjófur stal verðmætum úr fatnaði starfsfólks 10-11 við Lágmúla skömmu fyrir klukkan eitt í nótt. Maðurinn var handtekinn skömmu síðar og vistaður í fangageymslu lögreglunnar.

Þá ók ökumaður upp á hringtorg við Hagatorg rúmlega tvö í nótt. Ökumaðurinn brást við með því að hlaupa á brott. Lögreglan hafði þó upp á honum og fékk hann einnig að dúsa fangageymslur lögreglunnar vegna rannsóknar á málinu.

Talsvert var um annarskonar útköll. Þannig var búðarþjófur gripinn í Hagkaup í Skeifunni auk þess sem nokkuð var um hávaðaútköll.Einhverjir pústrar voru niðri í miðbænum en engin alvarleg tilvik komu upp hvað það varðaði.

Einn ökumaður var svo stöðvaður í Reykjanesbæ grunaður um að aka undir áhrifum fíkniefna. Svo voru ölvaðir ökumenn stöðvaðir bæði á Selfossi og svo á Akureyri. Sá sem var stöðvaður á Selfossi var sviptur á staðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×