Klapparstígur fær andlitslyftingu 30. mars 2012 16:07 mynd/Reykjavik Á mánudaginn hefst vinna við endurgerð Klapparstígs ofan Laugavegar. Verkið felst í endurnýjun á lögnum og öllu yfirborði götu og gangstétta á Klapparstíg að Skólavörðurstíg. Áætluð verklok verða 2. júlí. Verkefninu verður skipt í áfanga til að draga úr truflun vegna framkvæmdanna og verður í fyrsta áfanga unnið á kaflanum frá Laugavegi að Grettisgötu - unnið verður að þeim áfanga frá 17. maí til 27. júní. Akandi umferð verður beint um Vegamótastíg og Grettisgötu. Verkefnið er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, Orkuveitu Reykjavíkur og Gagnaveitu Reykjavíkur ehf. Hægt er að lesa fréttatilkynningu frá Framkvæmda- og eignasviði Reykjavíkurborgar hér fyrir neðan.Betri og fallegri Klapparstígur: Framkvæmdir hefjast á mánudag Á mánudag hefst vinna við endurgerð Klapparstígs ofan Laugavegar. Á framkvæmdatíma verður mikil áhersla lögð á halda góðu aðgengi fyrir íbúa og að þjónustu fyrirtækja. Verkinu hefur verið áfangaskipt til að draga úr truflun vegna framkvæmdanna og verður í fyrsta áfanga unnið á kaflanum frá Laugavegi að Grettisgötu. Gönguleiðum verður haldið opnum allan tímann en bílum verður beint um hjáleiðir. Í fyrsta áfanga verður akandi umferð beint um Vegamótastíg og Grettisgötu. Gangandi vegfarendur munu fyrst í stað geta notað gangstéttar því byrjað verður að rífa upp akbrautina og þegar lagnir hafa verið endurnýjaðar verður sá hluti malbikaður. Eftir það verða gangstéttar endurnýjaðar og gangandi umferð beint á nýju götuna. Verkið sem nú er að hefjast felst í endurnýjun á lögnum og öllu yfirborði götu og gangstétta á Klapparstíg ofan Laugavegar að Skólavörðustíg. Snjóbræðsla verður sett undir bæði akbraut og gangstéttar. Gangstéttar verða breikkaðar og akbrautir mjókkaðar. Verkefnið er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, Orkuveitu Reykjavíkur og Gagnaveitu Reykjavíkur ehf. Eins og áður segir hefur verkinu verið áfangaskipt. Endurnýjun á kaflanum frá Laugavegi að Grettisgötu á að vera lokið 17. maí. Endurnýjun gatnamóta Grettisgötu og Klapparstígs á að vera lokið 27. maí. Verktími fyrir kaflann milli Grettisgötu og Njálsgötu er 17. maí til 27. júní og verktími vegna gatnamóta Njálsgötu og Klapparstígs er frá 6. júní til 2. júlí. Verkinu telst þá vera lokið að frátalinni gróðursetningu sem verður í lok september. Beðist er velvirðingar á truflun sem framkvæmdirnar hafa í för með sér og jafnframt eru vegfarendur beðnir um að sýna aðgát og tillitsemi við framkvæmdasvæðið. Framkvæmdirnar hafa verið kynntar fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum. Dreifibréf var borið í nærliggjandi hús á undirbúningstíma. Í frétt á vef Reykjavíkurborgar eru tenglar á ítarefni, s.s. á mynd af vinnusvæði og áfangaskiptingu á vinnutíma; mynd af þversniði götu og upplýsingasíðu í Framkvæmdasjá. Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Sjá meira
Á mánudaginn hefst vinna við endurgerð Klapparstígs ofan Laugavegar. Verkið felst í endurnýjun á lögnum og öllu yfirborði götu og gangstétta á Klapparstíg að Skólavörðurstíg. Áætluð verklok verða 2. júlí. Verkefninu verður skipt í áfanga til að draga úr truflun vegna framkvæmdanna og verður í fyrsta áfanga unnið á kaflanum frá Laugavegi að Grettisgötu - unnið verður að þeim áfanga frá 17. maí til 27. júní. Akandi umferð verður beint um Vegamótastíg og Grettisgötu. Verkefnið er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, Orkuveitu Reykjavíkur og Gagnaveitu Reykjavíkur ehf. Hægt er að lesa fréttatilkynningu frá Framkvæmda- og eignasviði Reykjavíkurborgar hér fyrir neðan.Betri og fallegri Klapparstígur: Framkvæmdir hefjast á mánudag Á mánudag hefst vinna við endurgerð Klapparstígs ofan Laugavegar. Á framkvæmdatíma verður mikil áhersla lögð á halda góðu aðgengi fyrir íbúa og að þjónustu fyrirtækja. Verkinu hefur verið áfangaskipt til að draga úr truflun vegna framkvæmdanna og verður í fyrsta áfanga unnið á kaflanum frá Laugavegi að Grettisgötu. Gönguleiðum verður haldið opnum allan tímann en bílum verður beint um hjáleiðir. Í fyrsta áfanga verður akandi umferð beint um Vegamótastíg og Grettisgötu. Gangandi vegfarendur munu fyrst í stað geta notað gangstéttar því byrjað verður að rífa upp akbrautina og þegar lagnir hafa verið endurnýjaðar verður sá hluti malbikaður. Eftir það verða gangstéttar endurnýjaðar og gangandi umferð beint á nýju götuna. Verkið sem nú er að hefjast felst í endurnýjun á lögnum og öllu yfirborði götu og gangstétta á Klapparstíg ofan Laugavegar að Skólavörðustíg. Snjóbræðsla verður sett undir bæði akbraut og gangstéttar. Gangstéttar verða breikkaðar og akbrautir mjókkaðar. Verkefnið er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, Orkuveitu Reykjavíkur og Gagnaveitu Reykjavíkur ehf. Eins og áður segir hefur verkinu verið áfangaskipt. Endurnýjun á kaflanum frá Laugavegi að Grettisgötu á að vera lokið 17. maí. Endurnýjun gatnamóta Grettisgötu og Klapparstígs á að vera lokið 27. maí. Verktími fyrir kaflann milli Grettisgötu og Njálsgötu er 17. maí til 27. júní og verktími vegna gatnamóta Njálsgötu og Klapparstígs er frá 6. júní til 2. júlí. Verkinu telst þá vera lokið að frátalinni gróðursetningu sem verður í lok september. Beðist er velvirðingar á truflun sem framkvæmdirnar hafa í för með sér og jafnframt eru vegfarendur beðnir um að sýna aðgát og tillitsemi við framkvæmdasvæðið. Framkvæmdirnar hafa verið kynntar fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum. Dreifibréf var borið í nærliggjandi hús á undirbúningstíma. Í frétt á vef Reykjavíkurborgar eru tenglar á ítarefni, s.s. á mynd af vinnusvæði og áfangaskiptingu á vinnutíma; mynd af þversniði götu og upplýsingasíðu í Framkvæmdasjá.
Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Sjá meira