Innlent

Keppt um Gulleggið

Eyrún Eggertsdóttir vann Gullegið á síðasta ári.
Eyrún Eggertsdóttir vann Gullegið á síðasta ári.
Úrslit eru nú hafin í Frumkvöðlakeppni Innovit 2012 og fara þau fram í Háskólanum í Reykjavík. Topp tíu teymin halda nú kynningu fyrir lokadómnefnd keppninnar sem ákveður hver verður handhafi Gullleggsins, ásamt því að útdeila verðlaunum sem eru að andvirði hátt í 5.000.000 íslenskra króna.

Keppnin í ár er sú fjölmennasta frá upphafi, en 466 þátttakendur stóðu á bak við þær 224 hugmyndir sem bárust í keppnina í ár, sem hefur staðið yfir í rúma tvo mánuði.

Að loknum úrslitum afhendir menntamálaráðherra aðalverðlaun keppninnar klukkan 16:00, en lokahófið fer fram milli 15-17. Þá mun Viggó Ásgeirsson, einn af stofnendum Meniga, segja frá reynslusögu sinni sem þátttakandi í Gullegginu og fulltrúar efstu 10 viðskiptahugmyndana kynna hugmyndir á 60 sekúndum.

Fimm ára afmælisveisla Gulleggsins og fögnuður ásamt þátttakendum fer fram klukkan 21 um kvöldið á Sólon.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×