Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. september 2025 23:02 Ásgeir segir lögregluna alltaf taka vel í hugmyndir um hvernig mega bæta starf hennar. Hann hafi mestar áhyggjur af mönnun. Vísir/Vilhelm Aðstoðarlögreglustjóra hugnast ekki hugmyndir borgarfulltrúa um hverfislögreglustöð í Breiðholti. Fjöldi lögreglustöðva á höfuðborgarsvæðinu sé með því mesta sem gerist á Norðurlöndum, mikilvægara sé að fjölga lögreglumönnum. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins lagði fram tillögu á borgarstjórnarfundi um að hverfislögreglustöð í Breiðholti í Mjódd yrði opnuð á ný en samþykkt var að fresta afgreiðslu málsins í borgarstjórn. Stöðinni var lokað árið 2009 vegna skipulagsbreytinga en Kjartan segir íbúa í efra Breiðholti reglulega kvarta yfir viðbragðstíma lögreglu. Bráðavandinn snúi að mönnun Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri segir stuttan útkallstíma í fremsta forgangi, lögreglan komi þar vel út í alþjóðlegum samanburði. Þar skipti mönnun lykilmáli frekar en fjöldi lögreglustöðva. „Bráðavandi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er sá að hér vantar auðvitað tvær áhafnir að minnsta kosti til að leysa bráðavandann, tvær áhafnir á vakt allan sólarhringinn. Það auðvitað bara kostar fullt af peningum, það kostar þrjátíu lögreglumenn því það tekur fimmtán lögreglumenn að manna eina áhöfn með öllu því sem fylgir á ársgrundvelli.“ Styttri útkallstími en áður Lögreglumennirnir í Mjódd á sínum tíma hafi unnið gríðarlega gott starf en starf þeirra hafi ekki einungis falist í að sinna útköllum, hluti starfsins hafi falið í sér viðveru á skrifstofu. Breiðholtið hafi 2009 færst til lögreglustöðvarinnar á Dalvegi en meginlögreglustöðin hafi áður verið á Hverfisgötu. „Lögreglustöðin við Dalveg er nú nánast alveg í útjaðri Breiðholtsins þannig þessi venjulegi útkallstími var að mínu mati styttri heldur en áður.“ Lögregla hafi fengið fjárveitingu á síðasta ári til að bæta samfélagslöggæslu, forvarnarstarf fyrir ungmenni og tengsl við íbúa. Ásgeir bendir á að fjöldi lögreglustöðva hérlendis sé með því mesta sem gerist á Norðurlöndum en Reykjavík sé hinsvegar verst mannaða höfuðborgin í Evrópu. „Svo þarf alltaf að taka umræðuna um það hvað þú eyðir miklum peningum í steypu og lögreglumenn sem eru þá bara að manna þessa steypu, eða þá hvort þú viljir hafa lögreglumennina úti meðal fólksins, það er önnur umræða en bara mjög mikilvæg.“ Lögreglan Reykjavík Mjódd Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins lagði fram tillögu á borgarstjórnarfundi um að hverfislögreglustöð í Breiðholti í Mjódd yrði opnuð á ný en samþykkt var að fresta afgreiðslu málsins í borgarstjórn. Stöðinni var lokað árið 2009 vegna skipulagsbreytinga en Kjartan segir íbúa í efra Breiðholti reglulega kvarta yfir viðbragðstíma lögreglu. Bráðavandinn snúi að mönnun Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri segir stuttan útkallstíma í fremsta forgangi, lögreglan komi þar vel út í alþjóðlegum samanburði. Þar skipti mönnun lykilmáli frekar en fjöldi lögreglustöðva. „Bráðavandi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er sá að hér vantar auðvitað tvær áhafnir að minnsta kosti til að leysa bráðavandann, tvær áhafnir á vakt allan sólarhringinn. Það auðvitað bara kostar fullt af peningum, það kostar þrjátíu lögreglumenn því það tekur fimmtán lögreglumenn að manna eina áhöfn með öllu því sem fylgir á ársgrundvelli.“ Styttri útkallstími en áður Lögreglumennirnir í Mjódd á sínum tíma hafi unnið gríðarlega gott starf en starf þeirra hafi ekki einungis falist í að sinna útköllum, hluti starfsins hafi falið í sér viðveru á skrifstofu. Breiðholtið hafi 2009 færst til lögreglustöðvarinnar á Dalvegi en meginlögreglustöðin hafi áður verið á Hverfisgötu. „Lögreglustöðin við Dalveg er nú nánast alveg í útjaðri Breiðholtsins þannig þessi venjulegi útkallstími var að mínu mati styttri heldur en áður.“ Lögregla hafi fengið fjárveitingu á síðasta ári til að bæta samfélagslöggæslu, forvarnarstarf fyrir ungmenni og tengsl við íbúa. Ásgeir bendir á að fjöldi lögreglustöðva hérlendis sé með því mesta sem gerist á Norðurlöndum en Reykjavík sé hinsvegar verst mannaða höfuðborgin í Evrópu. „Svo þarf alltaf að taka umræðuna um það hvað þú eyðir miklum peningum í steypu og lögreglumenn sem eru þá bara að manna þessa steypu, eða þá hvort þú viljir hafa lögreglumennina úti meðal fólksins, það er önnur umræða en bara mjög mikilvæg.“
Lögreglan Reykjavík Mjódd Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira