Fleiri fréttir Reykjavík síðdegis kannar vinsældir forsetaframbjóðenda Útvarpsþátturinn Reykjavík síðdegis stendur fyrir könnun á Vísi.is. Þar gefst Íslendingum færi á að velja þann sem þeir telja að eigi að fara á Bessastaði. 4.4.2012 20:00 Fjölmenni í útgáfuhófi Gunnlaugs Jónssonar Gunnlaugur Jónsson fjárfestir efndi til útgáfuhófs í verslun Eymundssonar í Reykjavík síðdegis. Á meðal gesta í hófinu voru meðal annars foreldrar hans, Jón Steinar Gunnlaugsson og Kristín Pálsdóttir, Sigurður Kári Kristjánsson lögmaður, Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi, Ásgeir Jónsson hagfræðingur, Ólafur Arnarson hagfræðingur, Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur, Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður, auk fleiri. Gunnar V. Andrésson ljósmyndari var á ferðinni og smellti nokkrum myndum af gestum. 4.4.2012 19:40 Jón Steinar íhugar að setjast í helgan stein Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari íhugar nú að setjast í helgan stein, en hann hefur í hyggju að rita æviminningar sínar. Jón Steinar vísar alfarið á bug því sem haldið er fram í nýjasta tölublaði Mannlífs um að gjá hafi skapast milli dómara í Hæstarétti vegna skipunar hans og Ólafs Barkar Þorvaldssonar að undirlagi Davíðs Oddssonar. Jón Steinar segir þetta hreinan hugarburð. 4.4.2012 19:30 Fólki bent á að fara ekki að Öskju Almannavarnadeild ríkislögreglustjórans beinir þeim tilmælum til fólk að fara ekki að Öskjuvatni. Allur er ís er farinn af vatninu en það er mjög óvenjulegt að slíkt gerist á þessum árstíma. 4.4.2012 19:15 Segir dótturfélag Samherja ekki þrýsta á stjórnvöld Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir dótturfélag Samherja í Þýsklandi ekki vera að þrýsta á íslensk stjórnvöld með því að hætta að landa fiski til vinnslu hér á landi, vegna rannsóknar Seðlabankans á viðskiptum Samherja. Hann segist þegar hafa rætt við Má Guðmundsson um aðgerðir bankans gegn fyrirtækinu. 4.4.2012 18:45 Nærmynd af Þóru Arnórsdóttur Ísland í dag tók saman nærmynd af Þóru Arnórsdóttur þegar hún tilkynnti að hún ætlaði að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. 4.4.2012 18:22 Kjörsókn í rafrænum íbúakosningum var 8.1% Kjörsókn í rafrænum íbúakosningum í Reykjavík sem fram fóru dagana 29. mars til 3. apríl var 8.1%. Kosið var um smærri nýframkvæmdir og viðhaldsverkefni í hverfum borgarinnar. 4.4.2012 18:16 Ákvörðun Þóru ákaft fagnað í Hafnarborg Gríðarlegur fjöldi fólks er saman kominn á fundi í Hafnarborg í Hafnarfirði klukkan þar sem Þóra Arnórsdóttir fjölmiðlamaður tilkynnir framboð sitt til forseta Íslands. Þóra ávarpar fundinn og greinir frá fyrirætlunum sínum. Könnun sem birt var á dögunum sýndi að af þeim sem vildu nýjan forseta vildu flestir fá Þóru í embættið. Það var ákaft fagnað þegar Þóra tilkynnti ákvörðun sína formlega. 4.4.2012 16:37 Sviptir ökuréttindum á Suðurgötu Fimm ökumenn voru sviptir ökuréttindum til bráðabirgða í gær og fyrradag en þeir voru allir staðnir að hraðakstri á Suðurgötu við Skothúsveg í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni mældust bílar fimmmenninganna á 66-70 kílómetra hraða en þarna er 30 kílómetra hámarkshraði. Ökumennirnir, fjórir karlar og ein kona, eru á aldrinum 37-62 ára. 4.4.2012 16:03 Í fangelsi fyrir þjófnað og hylmingu Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað, hylmingu og fíkniefnalagabrot. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í vörslum sínum tuttugu og átta vörur sem taldar eru vera þýfi og fyrir vörslu kannabisefna. Maðurinn á langan sakaferil að baki sem hefur staðið yfir, með hléum frá árinu 1980. Hann játaði brot sín fyrir dómi en þar sem hann hefur ekki hlotið dóm síðan árið 2004 þótti dómara rétt að skilorðsbindarefsingu hans. 4.4.2012 15:45 Landsdómur birtir upptökur úr réttarhöldunum Landsdómur hefur birt upptökur úr réttarhöldunum yfir Geir Haarde. Þar eru meðal annars birtar upptökur af skýrslutöku yfir Geir sjálfum og fjörtíu vitnum sem gáfu skýrslu fyrir réttinum. 4.4.2012 14:25 Borgarahreyfingin sýknuð af kröfu Guðmundar Andra Borgarahreyfingin var í dag sýknuð af kröfu Guðmundar Andra Skúlasonar um greiðslu á um tveimur milljónum króna vegna ógreiddra launa. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Guðmundur var ráðinn tímabundið starfsmaður Borgarahreyfingarinnar í fyrra en var síðan sagt upp áður en ráðningasamningurinn var runnin út. Guðmundur taldi að uppsögnin hefði verið tilefnislaus og krafðist ógreiddra launa. 4.4.2012 14:16 Starfsfólkið náði að forða sér út í tæka tíð Slökkviliðsmenn vinna enn að því að ráða niðurlögum elds sem kom upp í söluskálanum Bláa Turninum á Háaleitisbraut rétt fyrir klukkan ellefu í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra er enn eldur í þakinu en grafa var að koma á vettvang til að rífa þakið í sundur. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá djúpsteikingarpotti sem staðsettur er inni í eldhúsi söluskálans. Enginn slasaðist, en starfsfólk náði að forða sér út í tæka tíð, að sögn slökkviliðs. 4.4.2012 13:53 Danskt par dæmt í háa sekt og fangelsi fyrir að segjast vera skilin Par í Frederikshavn í Danmörku hefur verið dæmt til að greiða bæjarfélaginu rúmlega 600 þúsund danskar kr. eða nær 14 milljónir kr. fyrir umfangsmikil bótasvik. Í næstum fimm ár deildi parið hjónasæng en sagðist vera skilið á opinberum pappírum. 4.4.2012 10:47 Brotist inn á þremur stöðum - bensínþjófur á ferð Nokkuð var um innbrot í Reykjavík í nótt. Brotist var inn í fyrirtæki við Bíldshöfða á öðrum tímanum og um klukkan þrjú fór þjófur inn hjá Samhjálp við Stangarhyl. Lögregla hafði hendur í hári manns sem grunaður er um innbrotið og verður hann yfirheyrður í dag. 4.4.2012 07:22 Með kókaín í Hörgárdal Lögreglan á Akureyri stöðvaði um níu leytið í gærkvöldi bíl í Hörgárdal. Tveir menn voru í bílnum og var sá sem ók grunaður um að aka undir áhrifum fíkniefna. Lögreglan framkvæmdi leit í bílnum og þar fundust um 30 til 40 grömm af kókaíni. Tekin skýrsla af mönnunum og þeir látnir lausir en mega búast við kæru. Fremur óvanalegt er að svo mikið af kókaíni finnist á Norðurlandi en reikna má með að virði efnisins slagi í 750 þúsund krónur. 4.4.2012 07:20 Verðhækkanir mun meiri hér en á Evrusvæðinu Heildarhækkun á vöru og þjónustu á Íslandi frá árinu 2008 og til dagsins í dag er 34,9 prósent. Á sama tíma nam hækkunin 5,6 prósentum á Evrusvæðinu. Þetta kemur fram í úttekt Já Ísland samtakanna, sem berjast fyrir inngöngu í Íslands í Evrópusambandið, en þau fengu Hagstofu Íslands til þess að gera samanburð á verðbreytingum í ýmsum vöruflokkum eftir hrun. 4.4.2012 06:43 Áttatíu ára gömul kona nauðlenti lítilli flugvél Helen Collins áttatíu ára gömul bandarísk kona vann það einstæða afrek í gær að nauðlenda lítilli flugvél á eigin spýtur eftir að flugmaðurinn, sem var eiginmaður hennar, fékk hjartaáfall og lést. 4.4.2012 06:34 Mikil óvissa um orkugetu jarðvarma Forstjóri Landsvirkjunar segir aðeins lítinn hluta þeirrar orku sem gert er ráð fyrir í nýtingarflokki Rammaáætlunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða vera tryggan. Hann undrast að allar vatnsaflsvirkjanir séu settar í bið- eða verndarflokk, utan tveggja lítilla virkjana. Orkuframboð á Suðurlandi sé minnkað til muna. 4.4.2012 06:30 Öflugir skýstrokkar ollu miklu tjóni í Texas Tólf öflugir skýstrokkar ollu miklu tjóni nærri borginni Dallas í Texas í gærkvöldi. Engin mun hafa farist af völdum þeirra en fjöldi fólks slasaðist að því er segir í bandarískum fjölmiðlum. 4.4.2012 06:29 4.4.2012 23:00 Grásleppuveiðimenn kærðir til lögreglu Fiskistofa hefur kært nokkra grásleppuveiðimenn til lögreglu fyrir að hafa of mörg grásleppunet í sjó. 4.4.2012 13:23 Afturkölluðu hækkun á dísil Olíufélögin hafa afturkallað hækkun á dísil sem gerð var um og eftir helgina. Þeir sem hækkuðu verðið voru Shell, N1 og Olís. 4.4.2012 12:42 Sturla fundaði með Ólafi Ragnari Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson átti fund með Sturla Jónssyni vörubílstjóra og Arngrími Pálmasyni þar sem þeir greindu frá baráttu sinni og annarra borgara við að ná fram rétti sínum gagnvart fjármálastofnunum og uppboðsaðilum, en embætti forsetans greinir frá þessu á vefsíðu embættisins, forseti.is. 4.4.2012 12:39 Kviknaði líklega í út frá eldamennsku Eldurinn sem kom upp í söluturninum Bláa turninum á Háaleitisbraut rétt fyrir klukkan ellefu í morgun kviknaði líklega út frá eldamennsku. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðsmanni á vettvangi læsti eldurinn sig fljótlega í klæðningu undir þakinu en hann náði ekki að breiða sig út fyrir eldhúsið í skálanum. 4.4.2012 11:57 Eldur í Bláa turninum Eldur kviknaði í söluturninum Bláa turninum á Háaleitisbraut fyrir fáeinum mínútum. Allar stöðvar slökkviliðsins eru á staðnum. Samkvæmt upplýsingum frá vaktstjóra slökkviliðsins er um töluverðan eld að ræða. Eldurinn kviknaði út frá eldamennsku, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðsmanni á vettvangi. 4.4.2012 11:26 Vill að fé á dauðum bankareikningum fari til samfélagsmála Eygló Harðardóttir þingmaður Framsóknarflokksins vill að það fé sem nú liggur inni á dauðum bankareikningum verði notað til nýsköpunar- og samfélagsmála. Fram kom í svari við fyrirspurn Eyglóar á Alþingi að ríflega 1,5 milljarður króna væri inn á íslenskum bankareikningum sem ekki höfðu verið hreyfðir í 15 ár eða lengur. 4.4.2012 11:23 Þóra ætlar í framboð - boðað til blaðamannafundar Þóra Arnórsdóttir ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands, samkvæmt heimildum Vísis. Í fréttatilkynningu frá stuðningsmönnum hennar er boðað til fundar í Hafnarborg í Hafnarfirði klukkan korter yfir fjögur í dag. 4.4.2012 10:21 Beðið eftir sýnum frá Svíþjóð og niðurstöðum úr geðrannsókn Gæsluvarðhald yfir karlmanni á þrítugsaldri, sem grunaður er um manndráp í Hafnarfirði í byrjun febrúar, rennur út í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu verður farið fram á áframhaldandi varðhald síðar í dag. 4.4.2012 10:04 Tugur islamista handtekinn í Frakklandi Franska lögreglan handtók a.m.k. 10 islamista í aðgerðum í nokkrum bæjum og borgum landsins í nótt og snemma í morgun. 4.4.2012 07:38 Vilja ákvæði inn í stjórnarskrá Stjórn Samtakanna "78 skorar á Alþingi að gera lagaúrbætur til handa transfólki. Samtökin sendu frá sér yfirlýsingu í gær vegna þess að ungur transmaður var beittur ofbeldi á öldurhúsi í Reykjavík en fyrir þinginu liggur frumvarp um stöðu transfólks á Íslandi. 4.4.2012 07:30 17 milljónir manna án vinnu Atvinnuleysi á evrusvæðinu hefur aldrei verið meira en nú frá því að evran var tekin upp 1999. 4.4.2012 07:00 Uppsóp er þrefalt á götum borgarinnar Vandséð er að tímaáætlanir haldi í vorhreinsun gatna í Reykjavík. Tíðarfar í vetur varð til þess að mun meira hefur safnast af sandi og drullu á götum borgarinnar. Jákvætt viðmót borgara sem færa bíla sína flýtir fyrir vinnunni. 4.4.2012 07:00 Unga fjölskyldufólkið aftur í utanlandsferðir Um 26.500 Íslendingar flugu af landi brott í mars. Það er um 17% aukning frá sama mánuði í fyrra. Unga fjölskyldufólkið virðist farið að ferðast aftur þó ferðamynstrið sé breytt segir forstjóri ferðaskrifstofu. Ferðirnar eru styttri. 4.4.2012 07:00 Fylgið hrynur af norska Verkamannaflokknum Fylgið hefur hrunið af Verkamannaflokknum, einum stjórnarflokkanna í Noregi. Þetta sýnir ný skoðanakönnun en samkvæm henni fær Verkamannaflokkurinn 28% fylgi. 4.4.2012 06:44 Öflugasta herskip Breta á leið til Falklandseyja Eitt stærsta og öflugasta herskip Breta, tundurspillirinn HMS Dauntless er á leið til Falklandseyja. 4.4.2012 06:40 Þóra sögð ætla að tilkynna um framboð í dag Þóra Arnórsdóttir fréttamaður ætlar að tilkynna í dag um framboð sitt til embættis forseta Íslands. Þetta var fullyrt á mbl.is seint í gærkvöldi en þar er sagt að hún hafi þegar greint nánustu vinum sínum frá þessari ákvörðun sinni. Þóra hefur ítrekað verið nefnd sem mögulegur frambjóðandi og komið einna best út í þeim skoðanakönnunum sem gerðar hafa verið, ef frá er talinn sitjandi forseti Ólafur Ragnar Grímsson. 4.4.2012 06:39 Íslenskur minkur étur meiri fisk Mikilvægasta fæða íslenska minksins eru ýmsar tegundir fiska og fugla. Fæða minksins er þó mjög mismunandi eftir búsvæðum dýrsins, eftir árstíðum og kyni. Fiskur er stærri hluti fæðu minks hérlendis en í flestum sambærilegum rannsóknum erlendis. 4.4.2012 06:30 Mitt Romney skoraði þrennu í nótt Mitt Romney skoraði þrennu í prófkjörum Repúblikanaflokksins í nótt. Hann sigraði í öllum þremur prófkjörunum sem haldin voru, það er í Wisconsin, Maryland og Washingtonborg. 4.4.2012 06:26 Um 200 breskir hermenn í hópslagsmálum á bar Yfirstjórn breska hersins reynir nú að finna út hvað snýr upp og hvað snýr niður í hópslagsmálum breskra hermanna á bar í Kenía. 4.4.2012 06:24 Íslensk kúabú bæta heimsmet Hlutfall mjólkur sem kemur frá búum með mjaltaþjóna er hæst í heimi hér á landi, eða 28,2 prósent. Frá þessu er greint á vef Landssambands kúabænda og vitnað í tölur NMSM, samtaka norrænna afurðastöva í mjólkuriðnaði. 4.4.2012 06:00 Helsti óvissuþáttur í spá um þróun íbúðaverðs Fjöldi íbúða í eigu fjármálastofnana er einn helsti óvissuþátturinn í spá greiningardeildar Íslandsbanka um þróun íbúðaverðs. Í lok síðasta árs voru um þrjú þúsund íbúðir í eigu fjármálastofnana, þar af 1.600 í eigu Íbúðalánasjóðs. 4.4.2012 06:00 Fiskveiðarnar þurfi ekki að verða hindrun „Ég er bjartsýnn á að viðræður um fiskveiðimál geti skilað hagstæðri niðurstöðu fyrir bæði Ísland og Evrópusambandið,“ segir Evrópuþingmaðurinn Christian Dan Preda í samtali við Fréttablaðið. 4.4.2012 06:00 Hæsta sekt sinnar tegundar Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að leggja 440 milljóna króna sekt á Símann fyrir brot á samkeppnislögum. 390 milljónir eru vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu og brot gegn ákvæðum EES-samningsins og fimmtíu milljónir vegna rangrar og misvísandi upplýsingagjafar til yfirvalda við meðferð málsins. Sektin er sú hæsta sem lögð hefur verið á fyrirtæki á Íslandi vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. 4.4.2012 06:00 Bæta við tveimur flugvélum Icelandair mun bæta tveimur vélum í flugvélaflota sinn og verða með sextán vélar í rekstri næsta sumar, en vélarnar voru fjórtán síðasta sumar. 4.4.2012 05:30 Sjá næstu 50 fréttir
Reykjavík síðdegis kannar vinsældir forsetaframbjóðenda Útvarpsþátturinn Reykjavík síðdegis stendur fyrir könnun á Vísi.is. Þar gefst Íslendingum færi á að velja þann sem þeir telja að eigi að fara á Bessastaði. 4.4.2012 20:00
Fjölmenni í útgáfuhófi Gunnlaugs Jónssonar Gunnlaugur Jónsson fjárfestir efndi til útgáfuhófs í verslun Eymundssonar í Reykjavík síðdegis. Á meðal gesta í hófinu voru meðal annars foreldrar hans, Jón Steinar Gunnlaugsson og Kristín Pálsdóttir, Sigurður Kári Kristjánsson lögmaður, Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi, Ásgeir Jónsson hagfræðingur, Ólafur Arnarson hagfræðingur, Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur, Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður, auk fleiri. Gunnar V. Andrésson ljósmyndari var á ferðinni og smellti nokkrum myndum af gestum. 4.4.2012 19:40
Jón Steinar íhugar að setjast í helgan stein Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari íhugar nú að setjast í helgan stein, en hann hefur í hyggju að rita æviminningar sínar. Jón Steinar vísar alfarið á bug því sem haldið er fram í nýjasta tölublaði Mannlífs um að gjá hafi skapast milli dómara í Hæstarétti vegna skipunar hans og Ólafs Barkar Þorvaldssonar að undirlagi Davíðs Oddssonar. Jón Steinar segir þetta hreinan hugarburð. 4.4.2012 19:30
Fólki bent á að fara ekki að Öskju Almannavarnadeild ríkislögreglustjórans beinir þeim tilmælum til fólk að fara ekki að Öskjuvatni. Allur er ís er farinn af vatninu en það er mjög óvenjulegt að slíkt gerist á þessum árstíma. 4.4.2012 19:15
Segir dótturfélag Samherja ekki þrýsta á stjórnvöld Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir dótturfélag Samherja í Þýsklandi ekki vera að þrýsta á íslensk stjórnvöld með því að hætta að landa fiski til vinnslu hér á landi, vegna rannsóknar Seðlabankans á viðskiptum Samherja. Hann segist þegar hafa rætt við Má Guðmundsson um aðgerðir bankans gegn fyrirtækinu. 4.4.2012 18:45
Nærmynd af Þóru Arnórsdóttur Ísland í dag tók saman nærmynd af Þóru Arnórsdóttur þegar hún tilkynnti að hún ætlaði að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. 4.4.2012 18:22
Kjörsókn í rafrænum íbúakosningum var 8.1% Kjörsókn í rafrænum íbúakosningum í Reykjavík sem fram fóru dagana 29. mars til 3. apríl var 8.1%. Kosið var um smærri nýframkvæmdir og viðhaldsverkefni í hverfum borgarinnar. 4.4.2012 18:16
Ákvörðun Þóru ákaft fagnað í Hafnarborg Gríðarlegur fjöldi fólks er saman kominn á fundi í Hafnarborg í Hafnarfirði klukkan þar sem Þóra Arnórsdóttir fjölmiðlamaður tilkynnir framboð sitt til forseta Íslands. Þóra ávarpar fundinn og greinir frá fyrirætlunum sínum. Könnun sem birt var á dögunum sýndi að af þeim sem vildu nýjan forseta vildu flestir fá Þóru í embættið. Það var ákaft fagnað þegar Þóra tilkynnti ákvörðun sína formlega. 4.4.2012 16:37
Sviptir ökuréttindum á Suðurgötu Fimm ökumenn voru sviptir ökuréttindum til bráðabirgða í gær og fyrradag en þeir voru allir staðnir að hraðakstri á Suðurgötu við Skothúsveg í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni mældust bílar fimmmenninganna á 66-70 kílómetra hraða en þarna er 30 kílómetra hámarkshraði. Ökumennirnir, fjórir karlar og ein kona, eru á aldrinum 37-62 ára. 4.4.2012 16:03
Í fangelsi fyrir þjófnað og hylmingu Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað, hylmingu og fíkniefnalagabrot. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í vörslum sínum tuttugu og átta vörur sem taldar eru vera þýfi og fyrir vörslu kannabisefna. Maðurinn á langan sakaferil að baki sem hefur staðið yfir, með hléum frá árinu 1980. Hann játaði brot sín fyrir dómi en þar sem hann hefur ekki hlotið dóm síðan árið 2004 þótti dómara rétt að skilorðsbindarefsingu hans. 4.4.2012 15:45
Landsdómur birtir upptökur úr réttarhöldunum Landsdómur hefur birt upptökur úr réttarhöldunum yfir Geir Haarde. Þar eru meðal annars birtar upptökur af skýrslutöku yfir Geir sjálfum og fjörtíu vitnum sem gáfu skýrslu fyrir réttinum. 4.4.2012 14:25
Borgarahreyfingin sýknuð af kröfu Guðmundar Andra Borgarahreyfingin var í dag sýknuð af kröfu Guðmundar Andra Skúlasonar um greiðslu á um tveimur milljónum króna vegna ógreiddra launa. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Guðmundur var ráðinn tímabundið starfsmaður Borgarahreyfingarinnar í fyrra en var síðan sagt upp áður en ráðningasamningurinn var runnin út. Guðmundur taldi að uppsögnin hefði verið tilefnislaus og krafðist ógreiddra launa. 4.4.2012 14:16
Starfsfólkið náði að forða sér út í tæka tíð Slökkviliðsmenn vinna enn að því að ráða niðurlögum elds sem kom upp í söluskálanum Bláa Turninum á Háaleitisbraut rétt fyrir klukkan ellefu í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra er enn eldur í þakinu en grafa var að koma á vettvang til að rífa þakið í sundur. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá djúpsteikingarpotti sem staðsettur er inni í eldhúsi söluskálans. Enginn slasaðist, en starfsfólk náði að forða sér út í tæka tíð, að sögn slökkviliðs. 4.4.2012 13:53
Danskt par dæmt í háa sekt og fangelsi fyrir að segjast vera skilin Par í Frederikshavn í Danmörku hefur verið dæmt til að greiða bæjarfélaginu rúmlega 600 þúsund danskar kr. eða nær 14 milljónir kr. fyrir umfangsmikil bótasvik. Í næstum fimm ár deildi parið hjónasæng en sagðist vera skilið á opinberum pappírum. 4.4.2012 10:47
Brotist inn á þremur stöðum - bensínþjófur á ferð Nokkuð var um innbrot í Reykjavík í nótt. Brotist var inn í fyrirtæki við Bíldshöfða á öðrum tímanum og um klukkan þrjú fór þjófur inn hjá Samhjálp við Stangarhyl. Lögregla hafði hendur í hári manns sem grunaður er um innbrotið og verður hann yfirheyrður í dag. 4.4.2012 07:22
Með kókaín í Hörgárdal Lögreglan á Akureyri stöðvaði um níu leytið í gærkvöldi bíl í Hörgárdal. Tveir menn voru í bílnum og var sá sem ók grunaður um að aka undir áhrifum fíkniefna. Lögreglan framkvæmdi leit í bílnum og þar fundust um 30 til 40 grömm af kókaíni. Tekin skýrsla af mönnunum og þeir látnir lausir en mega búast við kæru. Fremur óvanalegt er að svo mikið af kókaíni finnist á Norðurlandi en reikna má með að virði efnisins slagi í 750 þúsund krónur. 4.4.2012 07:20
Verðhækkanir mun meiri hér en á Evrusvæðinu Heildarhækkun á vöru og þjónustu á Íslandi frá árinu 2008 og til dagsins í dag er 34,9 prósent. Á sama tíma nam hækkunin 5,6 prósentum á Evrusvæðinu. Þetta kemur fram í úttekt Já Ísland samtakanna, sem berjast fyrir inngöngu í Íslands í Evrópusambandið, en þau fengu Hagstofu Íslands til þess að gera samanburð á verðbreytingum í ýmsum vöruflokkum eftir hrun. 4.4.2012 06:43
Áttatíu ára gömul kona nauðlenti lítilli flugvél Helen Collins áttatíu ára gömul bandarísk kona vann það einstæða afrek í gær að nauðlenda lítilli flugvél á eigin spýtur eftir að flugmaðurinn, sem var eiginmaður hennar, fékk hjartaáfall og lést. 4.4.2012 06:34
Mikil óvissa um orkugetu jarðvarma Forstjóri Landsvirkjunar segir aðeins lítinn hluta þeirrar orku sem gert er ráð fyrir í nýtingarflokki Rammaáætlunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða vera tryggan. Hann undrast að allar vatnsaflsvirkjanir séu settar í bið- eða verndarflokk, utan tveggja lítilla virkjana. Orkuframboð á Suðurlandi sé minnkað til muna. 4.4.2012 06:30
Öflugir skýstrokkar ollu miklu tjóni í Texas Tólf öflugir skýstrokkar ollu miklu tjóni nærri borginni Dallas í Texas í gærkvöldi. Engin mun hafa farist af völdum þeirra en fjöldi fólks slasaðist að því er segir í bandarískum fjölmiðlum. 4.4.2012 06:29
Grásleppuveiðimenn kærðir til lögreglu Fiskistofa hefur kært nokkra grásleppuveiðimenn til lögreglu fyrir að hafa of mörg grásleppunet í sjó. 4.4.2012 13:23
Afturkölluðu hækkun á dísil Olíufélögin hafa afturkallað hækkun á dísil sem gerð var um og eftir helgina. Þeir sem hækkuðu verðið voru Shell, N1 og Olís. 4.4.2012 12:42
Sturla fundaði með Ólafi Ragnari Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson átti fund með Sturla Jónssyni vörubílstjóra og Arngrími Pálmasyni þar sem þeir greindu frá baráttu sinni og annarra borgara við að ná fram rétti sínum gagnvart fjármálastofnunum og uppboðsaðilum, en embætti forsetans greinir frá þessu á vefsíðu embættisins, forseti.is. 4.4.2012 12:39
Kviknaði líklega í út frá eldamennsku Eldurinn sem kom upp í söluturninum Bláa turninum á Háaleitisbraut rétt fyrir klukkan ellefu í morgun kviknaði líklega út frá eldamennsku. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðsmanni á vettvangi læsti eldurinn sig fljótlega í klæðningu undir þakinu en hann náði ekki að breiða sig út fyrir eldhúsið í skálanum. 4.4.2012 11:57
Eldur í Bláa turninum Eldur kviknaði í söluturninum Bláa turninum á Háaleitisbraut fyrir fáeinum mínútum. Allar stöðvar slökkviliðsins eru á staðnum. Samkvæmt upplýsingum frá vaktstjóra slökkviliðsins er um töluverðan eld að ræða. Eldurinn kviknaði út frá eldamennsku, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðsmanni á vettvangi. 4.4.2012 11:26
Vill að fé á dauðum bankareikningum fari til samfélagsmála Eygló Harðardóttir þingmaður Framsóknarflokksins vill að það fé sem nú liggur inni á dauðum bankareikningum verði notað til nýsköpunar- og samfélagsmála. Fram kom í svari við fyrirspurn Eyglóar á Alþingi að ríflega 1,5 milljarður króna væri inn á íslenskum bankareikningum sem ekki höfðu verið hreyfðir í 15 ár eða lengur. 4.4.2012 11:23
Þóra ætlar í framboð - boðað til blaðamannafundar Þóra Arnórsdóttir ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands, samkvæmt heimildum Vísis. Í fréttatilkynningu frá stuðningsmönnum hennar er boðað til fundar í Hafnarborg í Hafnarfirði klukkan korter yfir fjögur í dag. 4.4.2012 10:21
Beðið eftir sýnum frá Svíþjóð og niðurstöðum úr geðrannsókn Gæsluvarðhald yfir karlmanni á þrítugsaldri, sem grunaður er um manndráp í Hafnarfirði í byrjun febrúar, rennur út í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu verður farið fram á áframhaldandi varðhald síðar í dag. 4.4.2012 10:04
Tugur islamista handtekinn í Frakklandi Franska lögreglan handtók a.m.k. 10 islamista í aðgerðum í nokkrum bæjum og borgum landsins í nótt og snemma í morgun. 4.4.2012 07:38
Vilja ákvæði inn í stjórnarskrá Stjórn Samtakanna "78 skorar á Alþingi að gera lagaúrbætur til handa transfólki. Samtökin sendu frá sér yfirlýsingu í gær vegna þess að ungur transmaður var beittur ofbeldi á öldurhúsi í Reykjavík en fyrir þinginu liggur frumvarp um stöðu transfólks á Íslandi. 4.4.2012 07:30
17 milljónir manna án vinnu Atvinnuleysi á evrusvæðinu hefur aldrei verið meira en nú frá því að evran var tekin upp 1999. 4.4.2012 07:00
Uppsóp er þrefalt á götum borgarinnar Vandséð er að tímaáætlanir haldi í vorhreinsun gatna í Reykjavík. Tíðarfar í vetur varð til þess að mun meira hefur safnast af sandi og drullu á götum borgarinnar. Jákvætt viðmót borgara sem færa bíla sína flýtir fyrir vinnunni. 4.4.2012 07:00
Unga fjölskyldufólkið aftur í utanlandsferðir Um 26.500 Íslendingar flugu af landi brott í mars. Það er um 17% aukning frá sama mánuði í fyrra. Unga fjölskyldufólkið virðist farið að ferðast aftur þó ferðamynstrið sé breytt segir forstjóri ferðaskrifstofu. Ferðirnar eru styttri. 4.4.2012 07:00
Fylgið hrynur af norska Verkamannaflokknum Fylgið hefur hrunið af Verkamannaflokknum, einum stjórnarflokkanna í Noregi. Þetta sýnir ný skoðanakönnun en samkvæm henni fær Verkamannaflokkurinn 28% fylgi. 4.4.2012 06:44
Öflugasta herskip Breta á leið til Falklandseyja Eitt stærsta og öflugasta herskip Breta, tundurspillirinn HMS Dauntless er á leið til Falklandseyja. 4.4.2012 06:40
Þóra sögð ætla að tilkynna um framboð í dag Þóra Arnórsdóttir fréttamaður ætlar að tilkynna í dag um framboð sitt til embættis forseta Íslands. Þetta var fullyrt á mbl.is seint í gærkvöldi en þar er sagt að hún hafi þegar greint nánustu vinum sínum frá þessari ákvörðun sinni. Þóra hefur ítrekað verið nefnd sem mögulegur frambjóðandi og komið einna best út í þeim skoðanakönnunum sem gerðar hafa verið, ef frá er talinn sitjandi forseti Ólafur Ragnar Grímsson. 4.4.2012 06:39
Íslenskur minkur étur meiri fisk Mikilvægasta fæða íslenska minksins eru ýmsar tegundir fiska og fugla. Fæða minksins er þó mjög mismunandi eftir búsvæðum dýrsins, eftir árstíðum og kyni. Fiskur er stærri hluti fæðu minks hérlendis en í flestum sambærilegum rannsóknum erlendis. 4.4.2012 06:30
Mitt Romney skoraði þrennu í nótt Mitt Romney skoraði þrennu í prófkjörum Repúblikanaflokksins í nótt. Hann sigraði í öllum þremur prófkjörunum sem haldin voru, það er í Wisconsin, Maryland og Washingtonborg. 4.4.2012 06:26
Um 200 breskir hermenn í hópslagsmálum á bar Yfirstjórn breska hersins reynir nú að finna út hvað snýr upp og hvað snýr niður í hópslagsmálum breskra hermanna á bar í Kenía. 4.4.2012 06:24
Íslensk kúabú bæta heimsmet Hlutfall mjólkur sem kemur frá búum með mjaltaþjóna er hæst í heimi hér á landi, eða 28,2 prósent. Frá þessu er greint á vef Landssambands kúabænda og vitnað í tölur NMSM, samtaka norrænna afurðastöva í mjólkuriðnaði. 4.4.2012 06:00
Helsti óvissuþáttur í spá um þróun íbúðaverðs Fjöldi íbúða í eigu fjármálastofnana er einn helsti óvissuþátturinn í spá greiningardeildar Íslandsbanka um þróun íbúðaverðs. Í lok síðasta árs voru um þrjú þúsund íbúðir í eigu fjármálastofnana, þar af 1.600 í eigu Íbúðalánasjóðs. 4.4.2012 06:00
Fiskveiðarnar þurfi ekki að verða hindrun „Ég er bjartsýnn á að viðræður um fiskveiðimál geti skilað hagstæðri niðurstöðu fyrir bæði Ísland og Evrópusambandið,“ segir Evrópuþingmaðurinn Christian Dan Preda í samtali við Fréttablaðið. 4.4.2012 06:00
Hæsta sekt sinnar tegundar Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að leggja 440 milljóna króna sekt á Símann fyrir brot á samkeppnislögum. 390 milljónir eru vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu og brot gegn ákvæðum EES-samningsins og fimmtíu milljónir vegna rangrar og misvísandi upplýsingagjafar til yfirvalda við meðferð málsins. Sektin er sú hæsta sem lögð hefur verið á fyrirtæki á Íslandi vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. 4.4.2012 06:00
Bæta við tveimur flugvélum Icelandair mun bæta tveimur vélum í flugvélaflota sinn og verða með sextán vélar í rekstri næsta sumar, en vélarnar voru fjórtán síðasta sumar. 4.4.2012 05:30