Erlent

Áttatíu ára gömul kona nauðlenti lítilli flugvél

Helen Collins áttatíu ára gömul bandarísk kona vann það einstæða afrek í gær að nauðlenda lítilli flugvél á eigin spýtur eftir að flugmaðurinn, sem var eiginmaður hennar, fékk hjartaáfall og lést.

Þau hjónin voru í útsýnisflugi í lítilli Cessna flugvél yfir Wisconsin þegar eiginmaðurinn fékk hjartaáfallið. Helen hafði strax samband við lögregluna og önnur flugvél var send á loft til að aðstoða hana.

Á sama tíma fékk hún hjálp frá syni sínum sem er vanur flugmaður, og leiðbeindi hann móður sinni í gegnum nauðlendinguna.

Helen hélt ró sinni allan tíman og nauðlendingin heppnaðist vonum framar þó að nefhjól vélarinnar hafi brotnað á síðustu metrunum. Hún hafði litla sem enga reynslu af því að fljúga fyrir þessa nauðlendingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×