Innlent

Starfsfólkið náði að forða sér út í tæka tíð

Mikill eldur var í söluturninum í morgun.
Mikill eldur var í söluturninum í morgun. mynd/sigurjón
Slökkviliðsmenn vinna enn að því að ráða niðurlögum elds sem kom upp í söluskálanum Bláa Turninum á Háaleitisbraut rétt fyrir klukkan ellefu í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra er enn eldur í þakinu en grafa var að koma á vettvang til að rífa þakið í sundur. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá djúpsteikingarpotti sem staðsettur er inni í eldhúsi söluskálans. Enginn slasaðist, en starfsfólk náði að forða sér út í tæka tíð, að sögn slökkviliðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×