Innlent

Segir dótturfélag Samherja ekki þrýsta á stjórnvöld

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir dótturfélag Samherja í Þýsklandi ekki vera að þrýsta á íslensk stjórnvöld með því að hætta að landa fiski til vinnslu hér á landi, vegna rannsóknar Seðlabankans á viðskiptum Samherja. Hann segist þegar hafa rætt við Má Guðmundsson um aðgerðir bankans gegn fyrirtækinu.

Dótturfélag Samherja í Þýskalandi, DFFU, mun ekki landa um 3.500 tonnum af ferskum slægðum þorski á Íslandi á tímabilinu 15. apríl fram til 1. september, eins og til stóð, en ástæðan fyrir þessu er sú að fyrirtækið telur sig ekki geta stundað viðskipti á grundvelli samnings sem hugsanlega er nú til rannsóknar hjá Seðlabanka Íslands. Þetta nægir til um fjögurra mánaða vinnslu í frystihúsi Samherja á Dalvík, þar sem starfa um 150 starfsmenn.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir Samherja ekki vera með þessu að beita seðlabankann eða stjórnvöld þrýstingi.

Lögmaður Samherja, Helgi Jóhannesson hæstaréttarlögmaður, sendi frá sér tilkynningu í dag, þar sem hann ítrekuð er krafa Samherja um að fá nánari upplýsingar um hvað bjó að baki því að um 30 manns á vegum gjaldeyriseftirlits Seðlabankans gerðu húsleitir hjá Samherja 27. mars síðastliðin.

Þorsteinn Már segist þegar hafa rætt við Má Guðmundsson seðlabankastjóra vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×