Innlent

Kjörsókn í rafrænum íbúakosningum var 8.1%

mynd/Stefan
Kjörsókn í rafrænum íbúakosningum í Reykjavík sem fram fóru dagana 29. mars til 3. apríl var 8.1%. Kosið var um smærri nýframkvæmdir og viðhaldsverkefni í hverfum borgarinnar.

Í fréttatilkynningu frá Ráðhúsi Reykjavíkur kemur fram að heldur meiri kjörsókn hafi verið í þessum kosningum en í svipuðum kosningum árið 2009.

Kjósendur auðkenndu sig með veflykli ríksskattstjóra eða með rafrænum skilríkjum. Alls auðkenndu 7.617 kjósendur sig í kosningunum en gild atkvæði voru 6.857. Þetta þýðir að 760 kjósendur skráðu sig án þess að kjósa.

Kjörsókn var nokkuð mismunandi eftir hverfum. Íbúar í Grafarholti sem auðkenndu sig voru 9.8% af þeim sem voru á kjörskrá en 9.5% íbúa í Hlíðum og Vesturbæ.

Íbúar á Kjalarnesi sem kusu voru hins vegar ekki nema 5.3% og í Breiðholti var kjörsóknin 6.3%.

Kjósendur á aldrinum 31 til 60 ára voru langvirkastir. Allir sem orðnir voru 16 ára um síðustu áramót gátu greitt atkvæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×