Innlent

Borgarahreyfingin sýknuð af kröfu Guðmundar Andra

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Guðmundur Andri Skúlason stefndi Borgarahreyfingunni.
Guðmundur Andri Skúlason stefndi Borgarahreyfingunni. mynd/ valli.
Borgarahreyfingin var í dag sýknuð af kröfu Guðmundar Andra Skúlasonar um greiðslu á um tveimur milljónum króna vegna ógreiddra launa. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Guðmundur var ráðinn tímabundið starfsmaður Borgarahreyfingarinnar í fyrra en var síðan sagt upp áður en ráðningasamningurinn var runnin út. Guðmundur taldi að uppsögnin hefði verið tilefnislaus og krafðist ógreiddra launa.

Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að Guðmundur Andri hefði brotið gegn starfsskyldum sínum með því að láta Borgarahreyfinguna greiða kostnað vegna ferðar manna á vegum Samtaka lánþega, sem eru samtök sem Guðmundur veitir formennsku, í eimildarleysi. Vegna þessa brots hafi stjórnarmönnum verið heimilt að rifta ráðningarsamningnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×