Innlent

Afturkölluðu hækkun á dísil

Olíufélögin hafa afturkallað hækkun á dísil sem gerð var um og eftir helgina. Þeir sem hækkuðu verðið voru Shell, N1 og Olís.

Atlantsolía hækkaði hins vegar ekki verð, og er þetta í fjórða sinn á árinu sem olíufélögin afturkalla hækkun á dísil þar sem Atlantsolía hækkaði ekki verð.

Tekið skal fram að Orkan heyrir undir Shell og ÓB er vörumerki Olís.

Ódýrastur er nú lítrinn af dísil á 265 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×