Innlent

Kviknaði líklega í út frá eldamennsku

Boði Logason skrifar
Eldurinn sem kom upp í söluturninum Bláa turninum á Háaleitisbraut rétt fyrir klukkan ellefu í morgun kviknaði líklega út frá eldamennsku. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðsmanni á vettvangi læsti eldurinn sig fljótlega í klæðningu undir þakinu en hann náði ekki að breiða sig út fyrir eldhúsið í skálanum.

Slökkviliðsmenn berjast enn við að ráða niðurlögum eldsins, en þeir hafa sagað þakið og borað sig í gegnum það. Enn leggur mikinn reyk frá söluturninum og er sterk reykjarlykt yfir öllu nágrenninu. Allar götur í nágrenninu eru lokaðar og stjórnar Stefán Eiríkisson, lögreglustjóri, aðgerðum lögreglu á vettvangi.

Myndbandið við fréttina tók Guðlaugur Ottesen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×