Innlent

Með kókaín í Hörgárdal

Lögreglan á Akureyri stöðvaði um níu leytið í gærkvöldi bíl í Hörgárdal. Tveir menn voru í bílnum og var sá sem ók grunaður um að aka undir áhrifum fíkniefna. Lögreglan framkvæmdi leit í bílnum og þar fundust um 30 til 40 grömm af kókaíni. Tekin skýrsla af mönnunum og þeir látnir lausir en mega búast við kæru. Fremur óvanalegt er að svo mikið af kókaíni finnist á Norðurlandi en reikna má með að virði efnisins slagi í 750 þúsund krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×