Innlent

Jón Steinar íhugar að setjast í helgan stein

Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari íhugar nú að setjast í helgan stein, en hann hefur í hyggju að rita æviminningar sínar. Jón Steinar vísar alfarið á bug því sem haldið er fram í nýjasta tölublaði Mannlífs um að gjá hafi skapast milli dómara í Hæstarétti vegna skipunar hans og Ólafs Barkar Þorvaldssonar að undirlagi Davíðs Oddssonar. Jón Steinar segir þetta hreinan hugarburð.

Karen Kjartansdóttir fréttamaður ræddi við Jón Steinar á heimili hans í dag en nálgast má viðtalið í heild sinni í myndskeiði hér fyrir ofan.

Í viðtalinu svarar Jón Steinar meðal annars gagnrýni á störf sín í Hæstarétti og fer yfir sönnunarmat í kynferðisbrotamálum og ástæður að baki ítrekuðum sératkvæðum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×