Innlent

Brotist inn á þremur stöðum - bensínþjófur á ferð

Nokkuð var um innbrot í Reykjavík í nótt. Brotist var inn í fyrirtæki við Bíldshöfða á öðrum tímanum og um klukkan þrjú fór þjófur inn hjá Samhjálp við Stangarhyl. Lögregla hafði hendur í hári manns sem grunaður er um innbrotið og verður hann yfirheyrður í dag.

Þá var maður handtekinn í Flugumýri við að stela eldsneyti af ökutækjum. Og rétt fyrir klukkan sex í morgun var síðan tilkynnt um þriðja innbrotið, nú í fyrirtæki við Klettháls. Það mál er í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×