Innlent

Eldur í Bláa turninum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Slökkviliðsmenn vinna á vettvangi.
Slökkviliðsmenn vinna á vettvangi. mynd/ pjetur
Eldur kviknaði í söluturninum Bláa turninum á Háaleitisbraut fyrir fáeinum mínútum. Allar stöðvar slökkviliðsins eru á staðnum. Samkvæmt upplýsingum frá vaktstjóra slökkviliðsins er um töluverðan eld að ræða. Eldurinn kviknaði út frá eldamennsku, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðsmanni á vettvangi.

Allar götur í nágrenninu eru lokaðar og mikinn reyk leggur frá staðnum. Á staðnum eru að minnsta kosti þrír slökkviliðsbílar og nokkrir sjúkrabílar.

Fjórir slökkviliðsmenn eru uppi á þaki hússins og vinna við að rjúfa það af.

Stefán Eiríksson lögreglustjóri er á vettvangi.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×