Fleiri fréttir

Tugir féllu í sjálfsmorðsárás í Mogadishu

Að minnsta kosti 70 fórust í öflugri sjálfsmorðssprengjuárás í Mogadisthu höfuðborg Sómalíu í dag. Vitni segja að stórum vörubíl hlöðnum sprengiefni hafi verið ekið að hliði stjórnarbyggingar í miðborginni þar sem hann sprakk í loft upp. Talsmaður hreyfingar Íslamista í landinu, al-Shabab hefur lýst ábyrgðinni á hendur sér. Þetta er viðamesta árás al-Shabab á borgina frá því liðsmenn hreyfingarinnar fóru frá henni í ágúst. Björgunarfólk á staðnum segir að 40 hið minnsta liggi sárir eftir sprenginguna.

Þingheimi mjög brugðið eftir að byssukúlur fundust

Forseti Alþingis, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, segir að öllum sé verulega brugðið eftir að byssukúlur fundust við þrif í morgun eftir mótmælin, sem fram fóru í gærkvöldi við setningu Alþingis.

Fundu skothylki fyrir framan Alþingishúsið

„Okkur var mjög brugðið að sjá þetta," segir Þorsteinn Pálmarson, framkvæmdastjóri hreinsunarfyrirtækisins Allt-Af, en þeir fundu tvær 22. kalibera byssukúlur fyrir framan Alþingishúsið.

Þorgeir verður upplýsingafulltrúi

Þorgeir Ólafsson hefur verið gerður að upplýsingafulltrúa mennta- og menningarmálaráðherra, en ráðuneytið ákvað að setja á laggirnar stöðu upplýsingafulltrúa ráðuneytisins.

Lýsisflutningaskip strandaði í höfninni í Þórshöfn

Flutningaskip strandaði í höfninni á Þórshöfn á Langanesi um klukkan sjö í morgun. Kafari mun í dag kanna hvort einhverjar skemmdir hafa orðið á botni skipsins, sem flytur lýsi. Engar vísbendingar hafa enn sést um olíuleka, en það verður kannað til hlítar. Mjög hvasst var þegar skipverjar reyndu að leggja því að bryggju. Vegna stærðar og mikillar yfirbyggingar tekur skipið á sig mikinn vind og snérist það undan vindinum og rak í strand í höfninni.

Vill aðstoða verði Geirfinnsmálið tekið upp

Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur segist reiðubúinn að aðstoða við rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu verði það tekið upp aftur, þrátt fyrir að hann hafi starfað hjá rannsóknarlögreglunni á sama tíma og málið var í rannsókn. Mikilvægt sé að almenn sátt ríki um hans störf.

Sérfræðingar fengnir til að meta svigrúm banka til afskrifta

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur ákveðið að kalla saman sérfræðingahópinn sem vann skýrslu um skuldavanda heimilanna fyrir um ári síðan. Verkefni hópsins nú er að fara yfir fyrirliggjandi gögn um afföll húsnæðislána heimilanna, þegar þau voru færð frá gömlu bönkunum yfir til nýju bankanna og meta hvernig það svigrúm til afskrifta sem þannig myndaðist hefur verið nýtt heimilum landsins til hagsbóta.

Fjallað um Facebook í Háskólanum

Í dag fer fram í Háskóla Íslands fyrirlestur um Facebook sem fluttur er af Daniel Miller, prófessor í mannfræði við University College í Lundúnum. Þar verður fjallað um fyrstu mannfræðirannsóknina sem gerð hefur verið á afleiðingum Facebook-notkunar. Fyrirlesturinn, sem haldinn er í boði Félags- og mannvísindadeildar og Mannfræðifélags Íslands, hefst klukkan þrjú í stofu 104 á Háskólatorgi.

Íslensk erfðagreining uppgötvar krabbameinsgen

Vísindamenn hjá ÍE hafa fundið erfðabreytileika í genamengi mannsins sem tengist aukinni hættu á eggjastokkakrabbameini. Þeir hafa líka fundið breytileika sem tengist húð-, blöðruháls- og heilakrabbameini.

Turninn á Höfðatorgi baðaður bleiku ljósi

Turninn á Höfðatorgi er nú baðað bleiku ljósi í tilefni af bleiku slaufunni - árlegu átaki Krabbameinsfélags Ísland. Byggingin sést víða að og mun bleika ljósið skína eins og árvekniviti yfir borginni allan mánuðinn.

Baltasar í viðræðum um að leikstýra Wahlberg á nýjan leik

Leikstjórinn Baltasar Kormákur er sagður vera í viðræðum við Universal kvikmyndafyrirtækið um að hann taki að sér að leikstýra næstu mynd Mark Wahlbergs, "2 Guns". Eins og flestir vita leikur Wahlberg aðalhlutverkið í myndinni Contraband sem er endurgerð myndar Baltasars, Reykjavík-Rotterdam. Myndin hefur ekki enn verið frumsýnd en stikla úr henni hefur þegar vakið mikla athygli í netheimum.

Forseti virði stjórnarstefnu

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði í stefnuræðu sinni í gær að forseti lýðveldisins yrði að virða stefnu réttkjörinna stjórnvalda. Forsetinn þyrfti að vera hafinn yfir dægurþras stjórnmálanna, enda væri hann sameiningartákn þjóðarinnar.

Reiðhjólakappi og bifreið lentu í árekstri

Kona á reiðhjóli og bifreið lentu í árekstri um klukkan níu í gærkvöldi nærri gatnamótum Suðurgötu og Túngötu. Svo virðist sem konan hafi verið að hjóla niður Túngötu.

Bensínverð lækkar um rúmar þrjár krónur

Bensínverð hjá Atlantsolíu hefur lækkað um þrjár og hálfa krónu í dag. Verðið er nú 228,90 krónur. Þá lækkar dísilolía um eina krónu. Hún kostar nú 231, 40 krónur.

Dalai Lama fékk ekki vegabréfsáritun

Dalai Lama, andlegur leiðtogi Tíbeta, hefur aflýst fyrirhugaðri ferð sinni til Suður Afríku en þangað ætlaði hann að fara í boði Desmonds Tutu erkibiskups en þeir félagar eiga það sameiginlegt að hafa báðir fengið Friðarverðlaun Nóbels.

Felldu birnu sem grunuð er um að drepa tvo

Yfirvöld í Yellowstone þjóðgarðinum hafa fellt 120 kílóa birnu sem drap göngugarp á svæðinu í júlí síðastliðinn. Birnunni hafði verið þyrmt eftir drápið á manninum þar sem skógarverðirnir sögðu að hún hefði aðeins verið að vernda ungviði sitt, tvo litla húna.

Sómalskir sjóræningjar í lífstíðarfangelsi í Bandaríkjunum

Tveir menn frá Sómalíu hafa verið dæmdir í lífstíðarfangelsi í Bandaríkjunum fyrir hlutdeild sína í sjóráni undan ströndum Afríku í febrúar á þessu ári. Mennirnir voru hluti af hópi sjóræningja sem réðst um borð í skútu og myrti alla áhafnarmeðlimina fjóra, sem allir voru bandarískir. Bandarískir sjóliðar stöðvuðu síðan skútuna og handtóku hluta ræningjanna. Búist er við að fleiri verði dæmdir á næstunni.

Braust inn og stal matvöru

Brotist var inn í fyrirtæki við Sundagarða í nótt og einhverju matarkyns stolið þaðan. Lögregla hafði uppi á þjófnum skömmu síðar og var hann með þýfið á sér. Hann gistir nú fangageymslur og verður yfirheyrður í dag.

Þrettán skotnir til bana í Pakistan

Þrettán létust þegar skæruliðar hófu skothríð á langferðabifreið fyrir utan borgina Quetta í Pakistan í nótt. Allir hinna látnu eru Shía múslímar, flestir kaupmenn á leið á markað fyrir utan borgarmörkin. Átta aðrir slösuðust í árásinni. Lögreglan segir að byssumennirnir hafi stöðvað bílinn, farið um borð og hafið skothríðina. Á svæðinu hafa átök á milli Shía og Súnnía verið tíð í gegnum árin og brutust út óeirðir í borginni eftir að fréttist af þessari síðustu árás.

Dópuð að flækjast fyrir lögreglumönnum

Þegar hópur lögreglumanna var að taka niður öryggisgirðingar við Alþingishúsið á tólfta tímanum í gærkvöldi, ók kona að hópnum og flautaði mikinn, þar sem lögreglumennirnir voru fyrir henni.

Loðnan lætur ekki á sé kræla

Engin loðna hefur enn veiðst, en veiðar máttu hefjast á laugardag. Loðnuskipið Víkingur AK, sem hóf leit norðvestur af landinu er nú í höfn á Ísafirði vegna brælu útifyrir og fréttastofunni er ekki kunnugt um að önnur skip séu byrjuð að leita fyrir sér.

Auður banka fari til þjóðar

Jóhanna Sigurðardóttir sagði í stefnuræðu sinni í gær að ríkisstjórnin teldi að bankarnir þyrftu að leggja meira af mörkum til samfélagsins og uppgjör þeirra sýndi að þeir væru aflögufærir.

Drykkja rýkur upp í framhaldsskóla

Hátt í helmingur sextán og sautján ára framhaldsskólanema, sem tekur þátt í rannsóknum tengdum forvörnum, segist aðspurður hafa verið ölvaður á síðustu þrjátíu dögum. Hlutfallið meðal nemenda í tíunda bekk grunnskóla er einungis níu prósent.

Skýringar fást ekki á fjarveru Hæstaréttar

„Það eru engar skýringar á þessu,“ segir Þorsteinn A. Jónsson, skrifstofustjóri Hæstaréttar, spurður hvers vegna enginn af dómurum réttarins hafi verið viðstaddur þingsetningu á laugardag. Slíkt hefur ekki áður gerst frá stofnun Hæstaréttar.

Frystikistan þeyttist til í harðri ákeyrslu

"Það var heppilegt að ég var ekki þarna að sækja mér neitt í frystikistuna. Ef ég hefði verið staddur þarna inni hefði ég væntanlega misst undan mér lappirnar því að frystikistan kastaðist út í vegg.“

Ver skipun forstjóra í hæfisnefnd

Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar segir í umsögn um ráðningarferli forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur (OR) að álitamál sé hvort rétt hafi verið að skipa Helga Þór Ingason, þáverandi forstjóra, í hæfisnefnd til að meta væntanlega arftaka. Það sé „nær óþekkt“ eins og segir í umsögninni, sem kynnt var á stjórnarfundi hinn 12. ágúst.

Byltingarmenn nálgast Sirte

Bardagamenn byltingarhersins í Líbíu nálgast nú eitt af síðustu vígjum Gaddafis, fyrrum einræðisherra landsins. Nú fyrir stuttu hertóku byltingarmennirnir smábæinn Qasr Abu Hadi, en það er talinn vera fæðingarstaður Gaddafis. Qasr Abu Hadi hefur legið í eyði í mörg ár en bærinn er steinsnar frá Sirte þar sem stuðningsmenn Gaddafis hafa vígbúist og kljást nú við byltingarmenn í jaðri bæjarins.

Datt ofan í Reykjavíkurhöfn

Manneskja féll ofan í Reykjavíkurhöfn um sex leytið í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er verið að vinna að því að ná manneskjunni upp úr höfninni. Svo virðist sem hún hafi dottið af bryggjunni en ekki er vitað meira um málið að svo stöddu. Nokkur fjöldi sjúkra-, slökkviliðs- og lögreglubílar eru á vettvangi samkvæmt fréttamanni Vísis sem er á staðnum.

Ríkt tilefni til að rannsaka Guðmundar- og Geirfinnsmálið að nýju

Dagbækur sakbornings í Guðmundar og Geirfinnsmálinu eru komnar fram en þær hafa aldrei verið birtar opinberlega fyrr en nú. Hann sat inni í tvö ár í gæsluvarðhaldi í Síðumúlafangelsinu en hélt ítrekað fram sakleysi sínu í dagbókarskrifum. Hann játaði sök í málinu og var dæmdur í þrettán ára fangelsi. Einn fremsti réttarsálfræðingur í heimi Gísli Guðjónsson segir ríkt tilefni til að hefja rannsókn að nýju, í ljósi dagbókanna. Innanríkisráðherra tekur ákvörðun í vikunni um hvort málið verði tekið upp aftur.

Obama beið ósigur í Fulltrúadeildinni

Barack Obama tókst ekki að koma atvinnufrumvarpi sínu í gegnum fulltrúadeild Bandaríkjanna í dag. Frumvarpið var ætlað til að skapa störf í Bandaríkjunum. Hefði frumvarpið verið samþykkt í heild sinni hefði það þýtt tæplega 450 milljarða dollara innspýtingu í Bandarískan iðnað.

Chris Christie tekur ákvörðun í vikunni

Innanhúsmenn á skrifstofu Repúblikanans Chris Christie segja að hann muni gefa út yfirlýsingu varðandi hugsanlegt framboð til forsetaembættis Bandaríkjanna í þessari viku. Þrýst hefur verið á Christie, sem nú er fylkisstjóri New jersey, til að bjóða sig fram.

Rhapsody kaupir Napster, Yahoo! og ABC í samstarf

Yahoo! og ABC fréttastofan í Bandaríkjunum hafa tekið saman höndum. Þetta var tilkynnt í morgunþættinum Good Morning America fyrr í dag. Stjórnendur leitarvélarinnar og fréttamiðilsins sögðust stefna að því að verða stærsti stafræna fréttasía í heimi. Þeir tóku einnig fram að ekki væri um samruna að ræða - einungis samstarf.

Mótmælendahópar spretta upp víða í Bandaríkjunum

Mótmælendur í Bandaríkjunum segja fjöldahandtökurnar um helgina vera einungis til þess gerðar að efla baráttuanda þeirra. Mótmælendahóparnir hafa komið sér fyrir í almenningsgörðum og á gangstéttum. Mótmælin beinast gegn Wall Street og er barist gegn græðgi fjármálastofnanna.

Obama segir sig vera lítilmagnann

Barack Obama segist vera í stöðu lítilmagnans fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum á næsta ári. Þetta sagði hann í viðtali á sjónvarpsstöðinni ABC í dag.

Hvatti forsætisráðherra til að afnema verðtrygginguna

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, hvatti forsætisráðherra til að láta verða af því að afnema verðtryggingu. Þannig gæti hún brugðist við áskorunum 34 þúsund manna sem hefðu skorað á hana að gera slíkt. Undirskriftasöfnun frá Hagsmunasamtökum heimilanna mætti ekki lenda ofan í skúffu. Þetta sagði hún í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld.

Endurreisnin á forsendum kröfuhafa en ekki fólksins

Lilja Mósesdóttir, óháður þingmaður, sagði að „hin svokallaða norræna velferðarstjórn“ hreykti sér af dugnaði við „hreingerningar eftir efnahagshrunið“. Stjórnin hreykti sér meðal annars af því að hafa afstýrt greiðsluþroti ríkissjóðs. „Slíkar fullyrðngar sýna að lítið hefur breyst eftir hrun. Gagnrýni á stefnu stjórnvalda er svarað með upphrópunum og útúrsnúning,“ sagði Lilja.

Virðing Alþingis ræðst af verkum þess

Bjarni Benediktsson segir að þingmenn og ráðherrar tali niður helstu stofnanir Íslands og spyr hvaða tilgangi það þjóni. Þetta sagði hann í umræðum um stefnuræðu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í kvöld.

Blaðamenn heimsækja Útey

Yfirvöld í Noregi hafa nú í fyrsta sinn gefið blaðamönnum leyfi til að heimsækja Útey. Eyjan hefur verið lokuð síðan Anders Behring Breivik myrti 69 manns þann 22. júlí síðastliðinn.

Mótmælin ekki stuðningsyfirlýsing við Sjálfstæðisflokkinn

Ég ekki viss um að fólk sé að lýsa yfir stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn, sagði Steingrímur Sigfússon fjármálaráðherra þegar að hann tók til máls við upphaf ræðu sinnar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. Þannig brást hann við orðum Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, sem hafði bent á það í sinni ræðu að fólkið sem mótmælir fyrir utan Alþingishúsið sé ekki að lýsa yfir stuðningi við ríkisstjórnina.

Sjá næstu 50 fréttir