Innlent

Ríkt tilefni til að rannsaka Guðmundar- og Geirfinnsmálið að nýju

Helga Arnardóttir skrifar
Dagbækur sakbornings í Guðmundar og Geirfinnsmálinu eru komnar fram en þær hafa aldrei verið birtar opinberlega fyrr en nú. Hann sat inni í tvö ár í gæsluvarðhaldi í Síðumúlafangelsinu en hélt ítrekað fram sakleysi sínu í dagbókarskrifum. Hann játaði sök í málinu og var dæmdur í þrettán ára fangelsi. Einn fremsti réttarsálfræðingur í heimi Gísli Guðjónsson segir ríkt tilefni til að hefja rannsókn að nýju, í ljósi dagbókanna. Innanríkisráðherra tekur ákvörðun í vikunni um hvort málið verði tekið upp aftur.

Smelltu á hér til að sjá ítarlega umfjöllun um málið, viðtal við Erlu Bolladóttur og Guðjón Skarphéðinsson, sem voru sakborningar í málinu, viðtal við Gísla Guðjónsson réttarsálfræðing og fleira.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×